Afa og ömmu messa 18. október
Sunnudaginn 18. október kl. 11:00 er mikið um dýrðir í Neskirkju og fjöldi kóra tekur þátt í messu, sem helguð er öfum og ömmum. Hljómur, kór eldri borgara syngur ásamt barna- og unglingakórum kirkjunnar. Þá leggur Drengjakór Reykjavíkur sitt af mörkum í helgihaldinu. Fermd verður Ingibjörg Sigurðardóttir. Allir eru velkomnir [...]
Kyrrðarstund í hádeginu
Að vanda er kyrrðarstund í hádeginu í Neskirkju á miðvikudögum. Samveran hefst kl. 12 með orgeltónlist. Við syngjum sálma og hugleiðum út frá Guðs orði.
Opin kirkja í Vesturbænum
Í Neskirkju er unnið eftir þeirri hugsjón að kirkjan eigi að vera staður fyrir fólk sem vill leggja sitt af mörkum til betra samfélags. Safnaðarstarfið einkennist af samtali þar sem jafningjar koma saman og skoðanir eru ekki dæmdar úr leik. Í þeim anda hefur æskulýðsfélag kirkjunnar, Nedó, starfað með samtökum [...]
Messa 11. október
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn tekur þátt í upphafi messu en fer síðan í safnaðarheimilið. Þar verpur sungið söngur, sögur sagðar, Nebbi kemur í heimsókn og fleira. Umsjón með barnastarfinu hafa [...]
Stefnumál og framtíðarsýn í Melaskóla
Krossgötur 7. október kl. 13.30. Dagný Annasdóttir, skólastjóri í Melaskóla segir frá starfinu í skólanum og hvernig skólastjórn og samfélagið í kringum hann vilja búa börnin undir framtíðina. Kaffiveitingar. Dagskrá á Krossgötum í haust.
Hausttónleikar
Fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20.30 mun söngur og gleði vera við völd í Neskirkja en þá er von á góðum gestum í heimsókn, tónlistarfólkinu Sigríði Thorlacius, Svavari Knúti, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kristófer Kvaran gítarleikara. Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur taka þátt í tónleikunum. Hver kór syngur nokkur lög [...]
Veraldlegar eigur alþýðufólks á 18. og 19. öld
Krossgötur 30. september kl. 13.30. Már Jónsson prófessor við Háskóla Íslands ræðir um dánarbú og tekin dæmi sem sýna hvað almenningur las og hvernig fólk sá sér farborða, hverju það klæddist og hvernig það hafði sig til. Nákvæmar skrár eru varðveittar yfir lausafjáreign nærri 30 þúsund Íslendinga frá því fyrir miðja [...]
Foreldramorgnar hefjast á morgun.
Það verður nýlagað kaffi á könnunni og góður félagsskapur í boði fyrir mömmur og pabba með nýja fjölskyldumeðlimi. Samveran hefst kl. 10.00 og umsjón hefur Nína Agnarsdóttir. Það þarf ekki að skrá þátttöku fyrirfram, einungis að mæta og njóta félagsskapar í safnaðarheimili kirkjunnar.
Messa 20. september
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskólakórinn leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Skúli S. Ólafsson prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Ari, Andrea, Katrín og Sigurvin. Brúður, leikrit, Nebbi, söngur og gleði. Allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi. Kaffiveitingar á Kirkjutorgi.
Krossgötur miðvikudaginn 16. september
Krossgötur kl. 13.30. Heimsókn í Hólavallakirkjugarð. Mæting í Neskirkju. Heimir Janusarson kirjugarðsvörður leiðir hópinn um garðinn og segir sögu hans.