Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Dagskrá Ashura hátíðar

Laugardaginn 28. nóvember verður haldin í Neskirkju hátíð, þar sem ást og virðing mun leysa hatrið af hólmi, en Neskirkja hefur tekið höndum saman við múslima í Félagskapnum Horizon um að halda Ashura hátíð að tyrkneskum sið. Ashura hátíðin á rætur að rekja til sögunnar af örkinni hans Nóa en [...]

By |26. nóvember 2015 20:40|

Hátíðarmessa 29. nóvember

Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameignileg upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar, Skúli S. Ólafsson og Sigurvin L. Jónsson, þjóna og prédika saman. Söngur, gleði og gaman í sunnduagskólanum. Umsjón Andrea, Katrín, Oddur og Ari. Loks er boðið upp á kaffisopa á Torginu þar sem allir hittast [...]

By |25. nóvember 2015 13:49|

Kirkjan virkjuð

Krossgötur miðvikudaginn 25. nóvmeber kl. 13.30. Svana Helen Björnsdóttir, er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins Stika. Hún situr í kirkjuráði og deilir með okkur skoðunum sínum um kirkjuna út frá sjónarhorni manneskju sem starfar í innsta hring atvinnulífsins. Kaffiveitingar.

By |24. nóvember 2015 12:03|

Fangelsisbréfin eftir Dietrich Bonhoeffer

Nú eru Fangelsisbréfin eftir Dietrich Bonhoeffer loksins komin út í íslenskri þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar. Þau eru gefin út í flokki lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Í tilefni útgáfunnar er boðið til útgáfuhófs í safnaðarheimili Neskirkju, 26. nóvember milli kl. 17 og 18:30. Þar mun dr. Gunnar Kristjánsson segja frá guðfræðingnum [...]

By |23. nóvember 2015 10:44|

As-salamu Alaykum

Í prédikun dagsins var fjallað um hermdarverking í París um liðna helgi og sagt frá Ashura hátíð í Neskirkju sem verður n.k. laugardag. Lærðu meira um hátíðina á Facebook og prédikun dagsins má lesa á tru.is: ,,Komandi laugardag verður haldin í Neskirkju hátíð, þar sem ást og virðing mun leysa [...]

By |22. nóvember 2015 14:01|

Messa sunnudaginn 22. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, gleði og gaman í sunnduagskólanum Umsjón Katrín, Oddur og Ari. Loks er boðið upp á kaffisopa á Torginu þar sem allir hittast á ný [...]

By |19. nóvember 2015 11:17|

Tónlistarflutningur á Krossgötum

Krossgötur miðvikudaginn 18. nóvember kl. 13.3o. Áslaug Gunnarsdóttir flytur okkur tónlist Fanny Mendelssohns og fjallar um tónskáldið og verk þess. Fanny var eldri systir hins fræga tónskálds Felix Mendelssohn. Kaffiveitingar.

By |17. nóvember 2015 08:39|

Messa

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleði og gaman í sunnduagskólanum. Umsjón Katrín, Oddur og Ari. Loks er boðið upp á súpu og braup á Torginu þar sem [...]

By |12. nóvember 2015 13:47|

Krossgötur: Brynjólfur Sveinsson og Ragnheiður dóttir hans

Miðvikudaginn 11. nóvember kl. 13:30 eru Krossgötur í Neskirkju. Að þessu sinni ræðir sr. Skúli S. Ólafsson um Brynjólf biskup Sveinsson og Ragnheiði dóttur hans en samskiptin á milli þeirra feðgina voru, sem kunnugt er stormasöm. Um það fjallar m.a. ópera Gunnars Þórðarsonar og skáldsaga Guðmundar Kamban, Skálholt. Allt þetta [...]

By |10. nóvember 2015 11:29|