Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Aðventustund barnanna – Fyrsti sunnudagur í aðventu

Hér má sjá fyrsta þátt Aðventustundar barnanna sem er hlýr, notalegur og já, jólalegur þáttur fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Fram koma meðal annars Barnakór Langholtskirkju sem syngja inn jólaskapið. Rebbi og Mýsla missa að sjálfsögðu ekki af því og mæta í heimsókn. Túlkur frá SHH túlkar alla þættina. Aðventustund [...]

By |7. desember 2020 12:53|

Aðventudagatal á netinu

Starfsfólk Neskirkju hefur útbúið aðventudagatal sem hefst fyrsta sunnudag í aðventu, 29. Nóvember og lýkur á aðfangadag. Dagatalið er sambland af tali og tónum og er aðgengilegt gengum fésbókarsíðu kirkjunnar. Flesta virka daga flytja prestar kirkjunnar eins til tveggja mínútna hugleiðingu en á sunnudögum er hún aðeins lengri. Föstudaga flytur [...]

By |29. nóvember 2020 12:35|

Sýningarlok

Sýningu á verkum Drífu Viðar lýkur sunnudaginn 22. nóvember n.k. Við þökkum Aðalheiði Valgeirsdóttur og afkomendum Drífu gott samstarf og öllum þeim sem hingað lögðu leið sína til að berja verkin augum.

By |21. nóvember 2020 23:50|

Útvarpsguðsþjónusta

Á sunnudaginn, 11. október, er útvarpsmessa í Neskirkju kl. 11:00. Gissur Pálsson einsöngvari, Pamela De Sensi flautuleikari og Steingrímur Þórhallsson organisti. Prestur Skúli S. Ólafsson. Guðsþjónustan er eingöngu hægt að nálgast í útvarpi en allt hefðbundið helgihald fellur niður þar til skilyrði breytast í samfélaginu. Prestar eru til viðtals samkvæmt samkomulagi og [...]

By |9. október 2020 09:23|

Krossgötur

Vegna tilmæla hins opinbera fellur allt starf fyrir eldri borgara niður í kirkjum landsins. Krossgötur sem höfðu verið auglýstar á þriðjudögum kl. 13 fara því ekki fram.

By |6. október 2020 10:39|

Guðsþjónusta 4. október

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Guðrún Lilja Kristinsdóttir syngur. María Kristín Jónsdóttir situr við hljóðfærið. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsóna Ari, Hilda María og Sóley Anna. Kaffisopi á Torginu.

By |1. október 2020 12:20|

Matthías Jochumsson á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 29. september kl. 13.00. Matthías Jochumsson. Sr. Skúli S. Ólafsson mun fjalla næstu tvo þriðjudaga  um persónuna, skáldið og prestinn Matthías Jochumsson í tilefni 100 ára ártíðar hans. Fyrra skiptið er fjallað um uppvöxt hans og umverfi. Kaffi og krúðerí.

By |28. september 2020 09:22|

Sunnudagurinn 27. september

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Prestur Ása Laufey Sæmundsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Ari, Kristrún og Sóley Anna. Kaffisopi á Torginu.

By |24. september 2020 14:51|

Krossgötur hefjast

Krossgötur hefjast þriðjudaginn 22. september kl. 13.00. Ferðalag til Iona. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir fór með góðum hópi í ferðalag til eyjarinnar Iona við Skotlandsstrendur en eyjan er þekktur áfangastaður pílagríma. Kaffiveitinga og söngur. Sjá dagskrá!

By |21. september 2020 11:37|

Sunnudagurinn 20. september

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestar Ása Laufey Sæmundóttir og Skúli S. Ólafsson sem prédikar. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Ari Agnarsson, Hilda María Sigurðardóttir og Kristrún Guðmundsdóttir. Kaffisopi.

By |18. september 2020 10:13|