Trúarplúsar
Messa og barnastarf næsta sunnudag kl. 11 í Neskirkju. Messuhópur þjónar í messunni. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og prédikar um plúsana í trú og kirkju. […]
Góður gestur í messu 6. apríl kl. 11
Messa og barnastarf sunnudaginn 6. apríl kl.11. Fullorðins- og barnaskírn. Sr. Paul Teske, lútherskur prestur frá Connecticut í BNA flytur vitnisburð. Sr. Örn Bárður prédikar og þjónar fyrir altari. Myndrænir og sterkir prédikunartextar. […]
Foreldramorgnar
Á foreldramorgni fimmtudaginn 3. apríl mun Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur fjalla um lífsleikninámsefnið Vinir Zippy's. Vinir Zippy's er alþjóðlegt námsefni sem er ætlað að efla geðheilbrigði 6-7 ára barna og hefur verið notað með góðum árangri víða um heim. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10.
Þorðu að efast
Þolir trú nokkuð efa? Er það ekki markmið trúmannsins að útrýma efanum? Eða eigum við kannski að efast um slíkan efa? Prédikun sr. Sigurðar Árna 30. mars var um Tómas, Kant og efann í trúnni. Smelltu hér til að nálgast prédikunina.
Sigur, efi og himinn
Hugvekju sr. Arnar Bárðar sem flutt var við fermingarmessu 30.mars er hægt að hlusta á hér.
Efastu um efann?
„Þorðu að hugsa“ skrifaði heimspekingurinn Immanuel Kant í frægri ritgerð. Tómas postuli hugsaði sitt og efaðist. Hann mætti Jesú og þorði að endurskoða allar sínar hugmyndir. Á fyrsta sunnudegi eftir páska verður í messunni hugað að trú, efa og tengslum þeirra í samtíð okkar. Athöfnin hefst kl. 11 og barnastarfið [...]
Nú byrjar allt!
Á krossinum sagði hinn þjáði: Það er fullkomnað! En í reynd var hann segja: Nú byrjar allt! Úr prédikun sr. Arnar Bárðar á páskadag sem lesa má í heild og hlusta á hér:
Föstudagsfólk eða sunnudagsfólk
Stuð eða tilfinningarlegur mínus gerir ekki útslagið í lífinu, ekki jákvæðni eða neikvæðni. Ertu í hópi föstudagsfólks eða sunnudagsfólks? Hver er frumforsendan? Páskaprédikun sr. Sigurðar Árna er undir þessari smellu.
Páskagleði og hlátur!
Páskadagur, tvær messur, kl. 8 og 11. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið í fyrrihluta beggja athafna. Sr. Örn Bárður prédikar í þeirri fyrri og sr. Sigurður Árni í þeirri síðar en þeir þjóna saman við báðar messurnar. Kaffi og ilmandi brauð á milli messa, páskahlátur og svo verður Steingrímur með [...]
Helgihald um bænadaga og páska
Skírdagskvöld, messa kl. 20. Félagar í Háskólakórnum syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Minnst verður síðustu kvöldmáltíðar Krists. Sérbakað brauð og óáfengur vínberjasafi í altarisgöngunni.Föstudaginn langa. Guðsþjónusta kl. 11. Þjáning Jesú og písl náttúrunnar. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ari Trausti Guðmundsson [...]