Sumarfrístund Undralands í pylsupartýi
Á mánudag komu glaðbeittir krakkar á sumarnámskeiði í Undralandi, frístundaheimilis Grandaskóla, í heimsókn í kirkjuna. Krakkarnir fengu að fara í ratleik um umhverfi kirkjunnar og eftir að honum lauk var slegið upp veislu í blíðviðrinu. Sólarmyndir af glöðum Undralandskrökkum er að finna á myndasíðunni.
Hvenær er mikið nóg?
Mokveiði og ofgnótt verða umræðuefni í messuprédikuninni 22. júní. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson. Messuþjónar Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson og Kári Svansson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður nóg kaffi framreitt á Torginu. Verið velkomin.
Sveit og sjóminjasafn á leikjanámskeiði Neskirkju
Fyrra sumarnámskeiði júnímánaðar lauk nú á föstudaginn með sveitaferð en hópurinn heimsótti Hraðastaði í mosfellssveit og fékk að mæta þar dýrum af öllum stærðum. Fjölmargir af fyrra námskeiðinu skiluðu sér á námskeið II sem hófst í þessari viku. Hópur heimsótti í gær sjóminjasafn við Granda og fékk að fara um [...]
Messa 15. júní kl. 11
Út af með dómarann! Um dóma, bjálka og flís. Dag hvern eru kveðnir upp dómar fyrir dómstólum. Svo erum við öll dómarar og erum sídæmandi. Hvernig eigum við að dæma? Hvað megum við dæma? Hver dæmir okkur? Um þetta verður leitast við að fjalla í prédikun dagsins. Í messunni leiða [...]
Glaðir krakkar á sumarnámskeiði
Leikjanámskeiðin í Neskirkju eru hafin og er hress hópur af krökkum mættur til leiks á fyrsta námskeiðið. Námskeiðin eru viku í senn frá mánudegi til föstudags, klukkan 1317. Á námskeiðunum gefst börnunum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi, auk þess að öðlast dýrmæt tengsl [...]
Rúnar ræðir um þau týndu
Í messunni 8. júní verður íhugunarefnið Jesúsagan um týnda sauðinn og prédikarinn verður Rúnar Reynisson. Félagar úr Kór Neskirkju munu leiða safnaðarsöng undir stjórn organistans Sigrúnar Steingrímsdóttur. Meðhjálpari Úrsúla Árnadóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson mun þjóna fyrir altari. Veitingar á Torginu eftir messu. Messan hefst kl. 11, allir eru [...]
Sumar í Neskirkju hefst á mánudaginn.
Fjölmörg börn eru skráð til leiks á sumarnámskeið okkar og enn eru örfá sæti laus. Námskeiðið hefst á mánudaginn 9. kl 13. Nánari upplýsingar hér.
Bænamessa í hádeginu
Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12:15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomnir.
Borðið féll en boðið stendur
Þegar húsin springa og jörðin rifnar opnast gáttir sálarinnar og burðarvirki anda manneskjunnar kemur í ljós. Sjómenn kunna að stíga öldu og nýtist þegar fastalandið gengur í bylgjum. Prédikun sr. Sigurðar Árna 1. júní 2008 var um boð, skjálfta, fallið altari og veislu í lífinu. Ræðan er undir þessari smellu.
Þér er boðið
Boðsmiðarnir eru útsendir. Allir velkomnir. Veislutexti í Biblíunni verður ræddur í prédikun 1. júní. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Þér er boðið í [...]