Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa og barnastarf 19. okt. kl. 11

Hvers þörfnumst við nú í niðursveiflunni? Er ekki ráð að horfa upp til Guðs sem gefur styrk og leiðsögn? Messan er fundarstaður Guðs og manns. Þú ert velkomin/n! Sr. Örn Bárður Jónsson messar ásamt kór og organista, messuhópi og fjölda sóknarbarna! Ræðuna er hægt að hlust á hér.

By |19. október 2008 00:00|

Unglingar á Landsmóti æskulýðsfélaga

Hópur unglinga úr starfi Neskirkju er nú staddur á Landsmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar á Ólafsvík. Alls eru sex krakkar úr æskulýðsfélaginu Fönix á mótinu og sex eldri leiðtogar úr Graduate NeDó sem gefa vinnu sína við stjórn mótsins. Um 360 ungmenni alls staðar að af landinu eru á mótinu sem gengur [...]

By |18. október 2008 19:23|

Opið hús

í Opnu húsi miðvikudaginn 15. október mun sr. Örn Bárður Jónsson fjalla um efnið Bókin og bækurnar: Hvað les ég? Opið hús er alla miðvkiudaga kl. 15. og byrjar með kaffiveitingum á Torginu. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson guðfræðingur og skáld.

By |14. október 2008 12:49|

Núllstillt í kreppunni og nýr tími

Kairos, upphaf, ný öld. Liðin vika er tími fæðingarhríða. Nýr tími er að koma í heiminn. Við þurfum að staldra við og hugsa um hamingjuna, siðvit okkar og um gleðina, um hláturinn, um ástina. Prédikun sr. Sigurðar Árna 12. október er undir þessari smellu.

By |13. október 2008 09:58|

Messað til lífs

Barnastarfið og messan byrja kl. 11. Sunnudaginn 12. október mun sr. Helgi Hróbjartsson þjóna fyrir altari með sr. Sigurði Árna, sem prédikar. Helgi mun eftir messu segja frá starfi í Waddera í Eþíópu, sem Nessöfnuður hefur styrkt myndarlega undanfarin ár. Félagar úr kór Neskirkju syngja, Steingrímur leikur á orgelið og [...]

By |10. október 2008 15:41|

Foreldramorgnar

Á foreldramorgni fimmtudaginn 9. október verður kynning á viðburðum Brjóstagjafavikunnar. Soffía Bæringsdóttir kennari kynnir. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 til 12.

By |9. október 2008 09:36|

Myndlist á messutíma

Síðastliðinn sunnudaginn 28. september var opnuð sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara í safnaðarheimili Neskirkju og á lóð kirkjunnar. […]

By |7. október 2008 12:57|

Háski, gáski og köllun manns

Málm- og gips-verk Steinunnar Þórarinsdóttur spyrja um líf. Textar Biblíunnar spyrja um tilgang. Til hvers erum við kölluð, gáska eða háska. Prédikun sr. Sigurðar Árna 28. september 2008, á opnunardegi Steinunnarsýningar er hér á bak við þessa smellu.

By |28. september 2008 13:20|

Messa og opnun Steinunnarsýningar 28. september

Alla helga daga ársins og miðvikudaga að auki er messað í Neskirkju. Sunnudaginn 28. september munu félagar úr Háskólakórnum syngja í messunni sem hefst kl. 11. Organisti verður Steingrímur Þórhallsson, prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Börnin hefja helgihald í kirkjunni en fara síðan til sinna starfa. Eftir messu mun dr. [...]

By |25. september 2008 21:10|