Döðlur, dauði og máttur Drottins
Ræðu sr. Arnar Bárðar sem flutt var við messu 2. nóv. er hægt að nálgast hér til að lesa og/eða hlusta á.
Messa og barnastarf 2. nóv kl. 11
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Umsjón með barnastarfi hafa Sunna Dóra, María, Andrea og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu eftir messu. Fyrirbæn með [...]
Minning – Ásdís Einarsdóttir
Minningarorðin eru komin á vefsíðu Arnar Bárðar. Ef þú vilt lesa þau eða hlýða á ræðuna geturðu smellt hér.
Reiðin og Íslandshrun
Trúnaður rofnar, reiði magnast og traust minnkar. Ólánið er ótrúlegt, en mesti skaði okkar Íslendinga er menningarlegur, varðar innrætið í samfélagi okkar. Hvað er til ráða? Prédikun sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 26. október 2008 er á tru.is eða handan þessarar smellu.
Sunnudagurinn 26. október
Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuhópur þjónar. Börnin byrja upp í kirkju en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón hafa þau Sunna Dóra, Andrea og Ari. Eftir messu er [...]
Leiksýning fyrir börn
Öllum börnum í Nessókn er hér með boðið á leiksýningu í Neskirkju. Stoppleikhópurinn sýnir verkið Ósýnilegi vinurinn eftir barnabókahöfundinn Kari Vinje. Sýningin verðu í Neskirkju laugardaginn 25. október kl. 15 og eru öll börn velkomin meðan húsrúm leyfir. […]
Opið hús
Miðvikudaginn 22. október kemur Jónas Ingimundarson píanóleikari í heimsókn og talar um tónlistina og lífið. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.
Biblíumatur í Neskirkju á fimmtudögum
Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hverjar eru matarhefðir Biblíunnar? Næstu fimmtudagshádegi verður eldaður biblíumatur í eldhúsi kirkjunnar og matarmenningin kynnt. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Ólafía Björnsdóttir og elda. Fimmtudaginn 23. október, verður á borðum Freisting ísaks: Fíkjulamb Rebekku og Jakobs. Kynning hefst kl. 12. Biblían [...]
Stækkum faðminn
Áföll hafa dunið yfir samfélag okkar. Þegar að kreppir þörfnumst við næðis, til að jafna okkur og átta. Kirkjan starfar í hverfinu og hún er fyrir mannlífið allt. Í kirkjunni er staður fyrir bænir, fyrir samræður, fundi, hlátur og grát. Hér er opið bréf okkar í Neskirkju til fólksins í [...]
Maríukjúklingur
„Ég kem nú ekki oft í kirkju,“ sagði kona við mig, en ég stóðst ekki þessa freistingu. Þetta var góður matur, bætti hún við. Fjölmenni var í fyrstu biblíumáltíð Neskirkju, sem eru á fimmtudögum í hádeginu. Biblíumatur er bragðgott heilsufæði. Uppskrift Maríukjúklingsins er meðfylgjandi. […]