Orðspor – opið hús
Gunnar Hersveinn er einn kunnasti heimspekingur Íslendinga. Auk þess að gefa út ljóð hefur hann skrifað fjölda greina og bóka um heimspekileg málefni. Síðustu bækur hans fjalla um gildi í samfélaginu og sú síðasta um orðspor. Gunnar Hersveinn verður í Opnu húsi, miðvikudaginn 5. maí. Kaffiveitingar verða á Torginu frá [...]
Himnaríkið
Messa og barnastarf 3. maí hefjast kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson talar um hugmyndir okkar um himin og eilífð í prédikuninni. Messu- og altarisþjónusta: Sr. Halldór Reynisson og messuþjónar. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Umsjón: Sigurvin, María, [...]
Sunnudagurinn 26. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Litli kórinn, kór eldri borgar í Neskirkju syngur undir stjórn Inga J. Backman. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir [...]
Útskrift úr Farskóla leiðtogaefna.
Á síðasta degi vetrar voru útskrifuð 24 leiðtogaefni úr Farskóla leiðtogaefna við hátíðlega athöfn í Hafnafjarðarkirkju. Það var myndarlegur hópur sem þar þáði viðurkenningu fyrir störf sín í vetur og framtíð kirkjunnar er sannarlega í góðum höndum ef marka má leiðtogaefnin. Tvær efnilegar stúlkur úr starfi Neskirkju útskrifuðust í gær, [...]
Fyrirbænamessur alla miðvikudaga
Viltu ná sambandi? Ekkert gjald meðan beðið er hjá Símanum og ekki heldur í kirkjunni. Kirkjan er ekki aðeins opin á sunnudögum heldur líka hvunndags. Fyrirbænamessur eru í Neskirkju alla miðvikudaga kl. 12.15. […]
Líf og fjör á sunnudag
Í sunnudagsmessunni kl. 11 mun sr. Helgi Hróbjartsson prédika. Barnastarfið hefst kl. 11 líka. Eftir hádegi verður síðan fermingarmessa kl. 13,30. […]
Kristján Þórður Hrafnsson í Opnu húsi
Kristján Þórður Hrafnsson, skáld, ræðir um skáldskapinn í Opnu húsi, les kafla úr skáldsögunni Hinir sterku og einnig nokkur ljóða sinna. Kaffiveitingar á Torginu kl. 15 og dagskrá hefst kl. 15,30. Allir velkomnir.
Fermingarhópar 2009 – Myndir
Myndir af fermingarhópunum í Neskirkju vorið 2009 eru að baki smellunni.
Barnamessan kl. 11
Páskamessa barnanna í Neskirkju hefst kl. 11. Eftir messuuphaf í kirkjunni verður haldið í safnaðarheimilið og páskaeggjaleit er hluti af hátíðinni. Umsjón barnastarfs Sigurvin, María, Andrea, Alexandra og Ari. Öll börn á öllum aldri velkomin til páskahalds í Neskirkju.
Upprisuhátíð
Tvær messur verða á páskadag, kl. 8 árdegis og kl. 11. Eftir fyrri messuna verður morgunverður á Torginu. Með páskagleði í hjarta hefur söfnuðurinn færi á að taka þátt í páskahlátri! Orgeltónleikar Steingríms Þórhallssonar ríma síðan fögnuðinn. Seinni messan verður kl. 11 og þá hefst barnamessan einnig. Páskaeggjaleit. Kór Neskirkju [...]