Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Bænadagur – helgihald og fyrirlestur

17. maí er ekki bara þjóðhátíðardagur Norðmanna heldur bænadagur íslensku þjóðkirkjunnar. Í messunni í Neskirkju syngur Kór Neskirkju, Steingrímur stjórnar söng, Sigurður Árni þjónar fyrir altari og prédikar, Þórunn og Davíð Þór og Valdimar eru messuþjónar. Björg og Andrea stjórna barnastarfinu. Eftir messu verður kaffi. Anna Jóna Guðmundsdóttir flytur í [...]

By |17. maí 2009 10:27|

Starfsskýrsla 2008 – 2009

Síðast liðinn sunnudag 10. maí var haldinn aðalsafnaðarfundur Nessóknar. Á fundinum var lögð fram starfsskýrsla sóknarinnar. […]

By |14. maí 2009 13:13|

Paradís

“Þú ert ekki búinn að setja á vefinn prédikunina um himnaríkið - manstu ræðuna um Línu langsokk!” Í önnum hafði gleymst að setja prédikun frá 3. maí á netið. Að baki smellunni er paradísarprédikun.

By |11. maí 2009 23:08|

Skálholt heillar

Opið hús verður á hjólum næsta miðvikudaginn, 13. maí! Farin verður vorferð í Skálholt. Brottför kl. 13 frá Neskirkju. Dr. Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla mun ræða um sögu staðarins. Kaffihlaðborð í Skálholtsskóla. Ferðin er í boði Neskirkju en veitingar í Skálholti greiða þátttakendur sjálfir. Skráning í Neskirkju, 511-1560.

By |11. maí 2009 14:57|

Jákvæð sálfræði – fyrirlestur 17. maí

Anna Jóna Guðmundsdóttir heldur fyrirlestur um jákvæða sálfræði eftir messu í Neskirkju næsta sunnudag 17. maí. Anna Jóna er sálfræðikennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Á krepputíma er ráð að huga að hinu jákvæða og Anna Jóna getur varpað sínu fræðaljósi á málin. Fyrirlesturinn verður á Torginu og hefst kl. 12,30. [...]

By |11. maí 2009 14:48|

Seðlabanki og lífið

Umhyggja, samfélagsábyrgð, samtryggingarafstaða hafa verið töluð niður. Á okkur hvílir nú sú afstaða að tala upp, hugsa upp, byggja upp siðvit og biðja upp traust, von og gleði. Skilaboð “seðlabankans,” hagstefna himinsins og stefna kirkjunnar fara saman. Prédikun Sigurðar Árna frá 10. maí er að baki smellunni.

By |10. maí 2009 21:11|

Hanna Johannessen – minning og kveðja

Við upphaf útfarar Hönnu flutti Örn Bárður minningarbrot. Orð hans er bæði hægt að hlýða á og lesa á bak við þessa smellu. Sigurðar Árni flutti hina eiginlegu líkræðu og má nálgast hana í lok annarrar fréttar um Hönnu neðar á þessari síðu.

By |9. maí 2009 10:16|

Til starfa

Hin lútherska þjóðkirkja leggur áherslu á hinn almenna prestsdóm. Í því felst ákveðin stefna lýðræðis í starfi kirkjunnar. Sunnudaginn 10. maí verður aðalfundur Nessóknar. Fundur hefst fljótlega eftir að messu lýkur. Verið velkomin til aðalfundar og starfa í söfnuðinum. Þín er þörf í starfi kirkjunnar.

By |9. maí 2009 09:46|

Messað fyrir elskuna 10. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón: Siguvin, María, Andrea og Ari. Súpa, brauð, kaffi og [...]

By |9. maí 2009 09:41|

Hanna Johannessen

Hanna Ingólfsdóttir Johannessen var varaformaður sóknarnefndar Neskirkju og atorkukona í starfi safnaðarins. Líf hennar var sem samfelld prédikun, útlegging á elskuboðskap Jesú. Útför hennar varð gerð frá Neskirkju 8. maí 2009. Minnningarorð Sigurðar Árna birtast að baki þessari smellu.

By |8. maí 2009 21:12|