Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Pí, börn og trú

Er trúin orðin galdra- eða töfratrú, trú að Guð sé einhvers konar hinsta björgunarlið, þegar annað hefur brugðist? Guð, skapari, lausnari og andi heimsins sem hálmstrá! Hvaða trú er það annað en töfratrú? Prédikun Sigurðar Árna 13. september 2009 er að  baki smellunni.

By |13. september 2009 19:07|

Allir í stígvélum í sunnudagaskólann.

Í sunnudagaskólanum í dag ætlum við að rölta niður á Ægisíðu og safna steinum fyrir sunnudagaskólann en þeir verða notaðir sem bænasteinar í vetur. Endilega koma í stígvélum í dag. Sigurvin og María.

By |13. september 2009 09:48|

Námskeið haustið 2009

Eitthvað fyrir þig? Fræðsla á þriðjudögum í Neskirkju kl. 18.00 – 20.30. Eftirtalin fræðslutilboð verða í boði í Neskirkju fram að áramótum: […]

By |10. september 2009 16:15|

Messa 13. september

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síða í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður og fleira. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, [...]

By |10. september 2009 15:18|

Fíkjulamb er biblíumáltíð dagsins!

Föstudaginn 11. september verður eldaður Biblíumatur í hádeginu í Neskirkju. Kynning verður á rétti dagsins, sem er fíkjukryddað lambakjöt, matarhefðum og matarmerkingu Biblíunnar kl. 12 og síðan verður matur borinn fram. Allir velkomnir. Ríkisútvarpið var með pistil um biblíumat 4. september og hægt að nálgast að baki smellunni.

By |10. september 2009 14:56|

Hvernig væri að koma í messu?

Messa 13. september kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Toshiki Thoma þjónar fyrir altari og sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Textar dagsins eru baki þessari smellu. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. Allir velkomnir.

By |10. september 2009 14:36|

Messa og barnastarf 6. september

Messa og barnastarf kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Umsjón Sigurvin og María. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Fermd verður Guðrún Katrín Kjartansdóttir, Grenimel 44. Súpa, brauð og samfélag á Torgin. Klukkan 13. verður fyrirlestur Dr. Ann Belford Ulanov, Andlegt líf þjóðar [...]

By |4. september 2009 16:09|

Biblíumatur föstudaginn 4. september

Hvað skyldi Heródes kóngur hafa borðað? Föstudaginn 4. september verður konunglegur og biblíulegur kjúklingaréttur í boði á Torginu í Neskirkju. Kynning hefst um kl. 12. Kokkarnir í þetta sinn verða Ólafía Björnsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson, sem kynnir líkamlegu næringu Ritningarinnar. Biblían er matarmikil og þjónar vel til sálar [...]

By |2. september 2009 21:34|

Andlegt líf þjóðar í kreppu, fyrirlestur í Neskirkju

Dr. Ann Belford Ulanov sem er prófessor í geðlæknisfræði og trúarbragðafræði við Union Theological Seminary í New York heldur fyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju, sunnudaginn 6. september n.k..Fyrirlesturinn fjallar um þær áskoranir sem þegnar þjóðar standa frammi fyrir þegar að kreppir að líkt og nú hefur gerst á Íslandi og um [...]

By |2. september 2009 14:56|