Opið hús miðvikudaginn 3. febrúar
Opið hús kl. 15. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í Gamla testamentisfræðum við Háskóla Íslands ræðir um Jesaja, 40-50, sem kallaður hefur verið „huggunarspámaður Gamla testamentisins“. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Allir velkomnir.
Hamingja og jákvæð sálfræði
Hamingja skiptir máli. Rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk nýtur meiri velgengni og lifir lengur. Jákvæð sálfræði er ný grein innan sálfræðinnar sem fjallar um hvað verður til þess að fólk og stærri samfélög blómstra, öðlast hamingju og lífsfyllingu. Þriðjudagana 26. janúar, 2., 9., og 16. febrúar verður námskeið um jákvæða [...]
Messa 31. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu eftir messu.
Bóndi er bústólpi
Í Opnu húsi kl. 15.00 miðvikudaginn 27. janúar mun Tjörvi Bjarnason frá Bændasamtökunum koma í heimsókn. Tjörvi greinir frá því hvers vegna þeir mynduðu með sér samtök, hvaða ávinningur var af því fyrir þá og ýmsu fleiru viðvíkjandi bændum og búskap. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Messa 24. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Barnastarf með söng og sögum, brúðum og leik. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu að messu lokinni.
Við hvað starfar djákni?
Í Opnu húsi miðvikudaginn 20. janúar kemur Ragnheiður Sverrisdóttir djákni í heimsókn. Hún mun segja okkur frá starfi djákna en sjálf starfar hún á Biskupstofu sem verkefnisstjóri kærleiksþjónustu. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Opið hús er alla miðvikudag kl. 15. Sjá dagskrá! Allir velkomnir.
Messa 17. jan. kl. 11 – Hallgrímskirkjufólk í heimsókn!
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Safnaðarfólk, organisti og kór Hallgrímskirkju heimsækir Neskirkju. Prófasturinn, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar, sr. Þórhildur Ólafs þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Messuþjónar aðstoða. Organisti Hörður Áskelsson. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir söng og flytur söng. Barnastarf með söng og sögum, brúðum og [...]
Opið hús eldri borgara hefst í dag 13. janúar 2010 kl. 15
Bjargey Ingólfsdóttir kemur í heimsókn og segir frá og sýnir eigin hönnun m.a. á hjálpartækjum en hún er iðjuþjálfi að mennt. Kaffi og meðlæti í boði kirkjunnar. Séra Þórhildur Ólafs stýrir semverunni.
Messa 10. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Einsöngur Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Sellóleikur Örnólfur Kristjánsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Halldóri Reynissyni. Messuþjónar aðstoða. Söngur og sögur í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Gunnfríður og Ari. Samfélag, kaffi [...]
Helgihald um áramót
Gamlárskvöld - Aftansöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Nýársdagur - Hátíðarmessa kl. 14.00. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. 3. janúar - Sunnudagur. Messa og barnastarf kl. [...]