Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa sunnudaginn 21. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum, stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Organist Magnús Ragnarsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu.

By |20. febrúar 2010 10:42|

Fjölmenni á 1. saltfiskdegi og opnun sýningar

Á fimmta tug fólks kom til að snæða ljúfengan saltfisk sem eldaður var eftir grískri uppskrift. Um leið var opnuð sýning á verkum eftir listamanninn, Eggert Pétursson, sem er sóknarbarn í Nessókn og kunnur af sínum fíngerðu blómamyndum. Sr. Örn Bárður Jónsson sagði frá bókinni Outliers og ræddi um lífslánin [...]

By |19. febrúar 2010 13:46|

Saltfiskdagar

Hinir árlegu saltfiskdagar hefjast á ný í Neskirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 12. Eldaður verður suðrænn saltfiskur (bacalao). Ólafía Björnsdóttir matráður mun töfra fram magnaða rétti 6 föstudaga í röð. Þér er hér með boðið að koma og njóta góðra rétta á sanngjörnu verði en hluti af verði hverrar máltíðar [...]

By |18. febrúar 2010 20:59|

Opið hús miðvikudaginn 17. febrúar

Opið hús kl. 15.  Örn Sigurðsson arkitekt talar um skipulagsmál og lýðræði, sem hann hefur látið sig mjög varða. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Allir velkomnir

By |16. febrúar 2010 11:22|

Eggert Pétursson myndlistarmaður

Föstudaginn 19. febrúar verður opnuð sýning á nokkrum verkum Eggerts Péturssonar (1956) myndlistarmanns í safnaðarheimili Neskirkju. Á sýningunni eru olíumálverk og nokkrar vatnslitamyndir. […]

By |15. febrúar 2010 10:03|

Árshátíð í Unglingastarfi Neskirkju

Um 40 prúðbúin ungmenni skemmtu sér saman á árshátíð NeDó og Fönix s.l. þriðjudag. Mikið var um dýrðir en Ólafía, matráðskona Neskirkju hafði töfrað fram Tortilla kjúkling ofan í ungmennin og Anna Arnardóttir æskulýðsfrömuður var veislustjóri. Árshátíðin er uppskeruhátíð þeirra ávexta sem að krakkarnir hafa fengið að njóta með því [...]

By |14. febrúar 2010 17:16|

Messa sunnudaginn 14. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |13. febrúar 2010 13:22|

Opið hús miðvikudaginn 10. febrúar

Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður kynnir og syngur trúarlega söngva og veraldlega. Þorvaldur söng á sínum tíma lagið „ Á sjó“ og festi sig með því rækilega í hugum margra samlanda sinna, sem hafa notið þess ávallt síðan að heyra hann hefja upp raust sína. Þorvaldur starfar á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna og hefur [...]

By |9. febrúar 2010 10:16|

Biblíudagurinn 7. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastafinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélaga á Torginu eftir messu. Tekin verða [...]

By |5. febrúar 2010 11:16|