Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Opið hús 20. október

Opið hús kl. 15. Kirkjutónlistin er fjölbreytileg. Sálmar eru sungnir í kirkjunni en sálmaforleikir eru sérstök listgrein organista. Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, fjallar um sálmaforleiki fyrr og síðar. Veitingar á Torginu í upphafi.

By |19. október 2010 09:36|

Messa 17. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Samfélag, veitingar og kaffi eftir messu á Torginu.

By |15. október 2010 10:40|

Fíkjulamb

Föstudaginn 14. október verður biblíumatur í boði á Torginu. Boðið verður upp á Fíkjulamb Jakobs og Rebekku. Máltíðin hefst kl. 12 með stuttri kynningu á réttinum.

By |14. október 2010 10:39|

Opið hús 13. október

Opið hús kl. 15. Funheit ástarbréf. Þorleifur Hauksson, fræðimaður, segir frá funheitum bréfum, sem Davíð Stefánsson sendi Þóru Vigfúsdóttur. Kaffiveitinar á Torginu í upphafi.

By |12. október 2010 09:48|

Fræðslunámskeið

Í október verður boðið upp á námskeiðið Trú og tilvist á 21. öld. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 18.00 - 20.30. Byrjað er með máltíð á Torginu. Námskeiðið sjálft er ókeypis en verðið á matnum er 1000 kr. í hvert skipti. Skráning í síma 511 1560 eða hjá runar@neskirkja.is. Í námskeiðinu [...]

By |12. október 2010 09:00|

101010 – Hvernig menn?

Hvað verður um börn, sem læra að henda grjóti og eggjum í Dómkirkjuna og Alþingishúsið? Tjáningarfrelsið er höfuðgildi. En rök eru mikilvægari en köst, samræður skila meiru en hróp. Skírnir og mennska til íhugunar í prédikun Sigurðar Árna 101010 að baki þessari smellu.

By |10. október 2010 22:00|

Messa sunnudaginn 10. október

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafasson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi eftir messu á Torginu.

By |8. október 2010 12:00|

Opið hús 6. október

Opið hús kl. 15. Guðfræðideild – Háskólinn. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, deildarforseti, segir frá starfi elstu deildar háskólans og gefur innsýn í háskólalífið. Eftir kaffi kl. 15 í Neskirkju verður farið yfir í Aðalbyggingu Háskóla Islands. Allir velkomnir.

By |5. október 2010 11:41|