Ingibjörg R. Guðmundsdóttir látin
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir er látin, 61 árs að aldri. Ingibjörg var var formaður sóknarnefndar Neskirkju, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og var um skeið varaforseti Alþýðusambands Íslands. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 3. desember kl. 13. […]
Opið hús miðvikudaginn 24. nóvember
Opið hús kl. 15. Marteinn Lúther. Prestarnir María Ágústsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segja frá siðbótarmanninum og sýna myndir frá Lúthersslóðum. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Messa 21. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Stúlknakórinn syngur. Nanna Halldóra Imsland syngur einsöng. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Eftir [...]
Opið hús 17. nóvember
Opið hús kl. 15. Keltar, kristni og Íslendingar. Sr. Gunnþór Ingason er manna fróðastur um Kelta, papa og náttúruvænar trúarhugmyndir þeirra. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Sjá haust dagskrá hér!
Kirkjulax
Þegar dimmir, kreppir að, margt verður mótdrægt í samfélagi Íslendinga er ljómandi að snúa bökum saman og halda veislu i kirkjunni. Starfsfólk Neskirkju, sjálfboðaliðar s.s. fólk i kórum og ráðum, efndi til vetrarhátíðar 11. nóvember. Hópur fólks eldaði, aðrir sáu um dagskrá, skreytingar og skemmtiatriði. Þessi samfélagshátíð efldi hug, kynni [...]
Messa 14. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi.
Opið hús 10. nóvember
Opið hús kl. 15. Stórvirkjanir, verkfræðin og lífið. Kristján Már Sigurjónsson, sem hefur stjórnað ýmsum mestu virkjanaframkvæmdum Íslendinga m.a. Kárahnjúkavirkjun, segir frá því sem er á döfinni í virkjanamálum þjóðarinnar. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu. Dagskrá í Opnu húsi.
Mannamyndir
Á jörðu er haldinn þjóðfundur til þjóðargagns. Á himnum er haldinn fjölmenningarlegur þjóðfundur eilífðar. Þar er hugað að gildum sem verða þér til lífs og góðs þessa heims og annars. Þaðan máttu draga lífsmátt og dug til hamingju. Og hún verður í tengslum við aðra, til gagns fyrir samfélag, þjóðfélag [...]
Allra heilgra messa
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar eftir messu á Torginu.
Biblíumatur
Gulrótar- og döðlusúpa verður Biblíumatur í hádeginu föstudaginn 5. nóvember. Biblían er góð fyrir heilbrigt andlegt líf og Biblíumatur er góður fyrir líkamann! Þar sem allir eru velkomnir ert þú og þitt fólk velkomið á Torgið í Neskirkju.