Aðventukvöld fimmtudaginn 16. desember kl. 20
Kór Neskirkju, Barna- og Stúlknakór Neskirkju og Raddbandafélag Reykjavíkur syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson og Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Pamela De Sensi leikur á flautu. Davíð Þór Jónsson flytur hugvekju. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Örn Bárður Jónsson.
Bænamessa á miðvikudag
Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna. Í kirkjuna er gott að koma, ekkert gjald er tekið meðan beðið er. Svo er sambandið gott, rofnar aldrei og flutningsgetan mikil! Allir velkomnir.
Ljósamessa
Hin árlega Ljósamessa verður sunnudaginn 12. des. kl. 11. Væntanleg fermingarbörn lesa aðventutexta og tendra ljós, fara með bænir og „taka utan um“ söfnuðinn á táknrænan hátt. Börnin sem sækja barnastarfið verða við upphaf messunnar en fara síðan til sinna starfa í safnaðarheimiinu. Kaffi, veitinga og spjall á Torginu að [...]
Þriðji sunnudagur í aðventu
Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Ari og Andrea. Samfélag og veitingar á Torginu [...]
Jólatré Neskirkju frá Neskirkju
Neyðin kennir kirkjum að höggva eigin tré. Í ár verða jólatrén í safnaðarheimilinu og í kór Neskirkju úr eigin garði. Ljómandi falleg tré voru felld í vikunni í grenilundinum austan kirkjunnar. Reyndar þarf að fella fleiri tré, lundurinn þarfnast grisjunar. Fjárekla Neskirkju knýr á öfluga fjármálastjórn og góða fjárnýtingu. Svo [...]
Fjölskylduguðsþjónusta 5. desember
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- og Stúlknakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallson organisti og Hjálmar Örn Agnarsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Ísak Toma, framhaldsskólanemi flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Tónleikar Kórs Neskirkju á aðventu
Messa í D-dúr eftir Antonín Dvořák verður flutt í Neskirkju sunnudaginn 5. desember kl. 17:00. Flytjendur: Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Hlöðver Sigurðsson tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi og á orgel leikur Kári Þormar. Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson. Miðar seldir við inngang og í forsölu hjá félögum í Kór [...]
Útför Ingibjargar R Guðmundsdóttur 1949-2010
Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir formaður sóknarnefndar Neskirkju verður jarðsungin 3. desember 2010 kl. 13 frá Neskirkju. Ingibjörg kom víða við á starfsævi sinni. Hún var formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna í mörg ár og til æviloka, varaforseti ASÍ um árabil og í skólastjórn Verslunarskóla Íslands. Hún var heilsteypt manneskja og trú í [...]
Aðventugleði í opnu húsi
Miðvikudaginn 1. desember verður síðasta opna hús eldri borgara í Neskirkju á þessu ári. Dr. Arnfríður Guðmundsson, prófessor, kemur í heimsókn og segir frá bókunum sem hún gefur út á þessu ári. Sigurvin Jónsson segir frá Panov frænda og Lilja Sólveig Kristjánsdóttir minnist bernskujóla í Svarfaðardal fyrir áttatíu árum. Jólagleði [...]
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédkikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi á Torginu eftir messu.