Messa 8. maí
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Englar himins
Tónlistarmaðurinn KK, Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju flytja lög eftir KK á tónleikum í Neskirkju sunnudaginn 8. maí n.k. kl. 20:00. Um helmingur laganna sem flutt verða eru útsett af Steingrími Þórhallssyni organista Neskirkju sem er jafnframt stjórnandi á tónleikunum. Auk KK leikur Þorsteinn Einarsson á gítar og Sölvi Kristjánsson á [...]
Opið hús miðvikudaginn 4. maí
Opið hús kl. 15. Salurinn í Kópavogi heimsóttur. Áslaug Gunnarsdóttir píanóleikari mun leika fyrir okkur valin verk og kynna þau og framsetningu þeirra. Áslaug úskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980 og stundaði svo framhaldsnám í Freiburg í Þýskalandi í 4 ár og lauk þaðan Diplóm prófi. Frá 1984 hefur hún starfað [...]
Prestar og djáknar í Neskirkju
Prestar og djáknar fjölmenna í Neskirkju þessa dagana. Mánudaginn 2. maí er haldinn menntadagur og aðalfundur Prestafélags Íslands verður 3. maí. Dagana þar á eftir, kallar biskup Íslands til prestastefnu. Prestastefna hefst með messu í Dómkirkjunni 3. maí og verður fram haldið í Neskirkju 4.-5. maí og lýkur síðdegis fimmtudaginn [...]
Ræða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra 1. maí 2011
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, prédikaði við messu í Neskirkju 1. maí 2011. Lögreglukórinn söng. Messan var fjölsótt og gerður var góður rómur að ræðu ráðherrans og fékk hann mörg þétt handtök í lok messu. Ræðu hans er hægt að lesa á hans eigin heimasíðu á bak við þessa smellu. Myndin var sótt á Veraldarvefinn en hana [...]
Lögreglukórinn
Messa og barnastarf sunnudaginn 1. maí kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Lögreglukórinn leiðir söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ræðumaður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Eftir messu verða veitingar boðið Landssambands lögreglumanna [...]
Ekkert að sjá?
Horfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þröngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína? Birtingur heimsins í páskum. Prédikun Sigurðar Árna í morgunmessu páska er að baki smellunni. Hægt er einnig að hlusta á ræðuna með því að smella þessa slóð.
Páskadagur; hátíðarmessa, páskahlátur, tónleikar og fjölskylduguðsþjónusta
Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Morgunverður og páskahlátur á milli messa Upprisutónleikar kl. 10.00. Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Stundin er í umsjón [...]
Hvar varstu Adam?
Þegar lofsöngurinn hljómaði skaut hann: Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn… Hann hafði aldrei fyrr með eigin hendi drepið mann, en nú skaut hann engil lofsöngsins, boðbera hinnar hreinu fegurðar. Hvað og hver er heilagur? Íhugun Sigurðar Árna á skírdagskvöldi er að baki smellunni.