Skráning í fermingarfræðslu er að hefjast!
Mánudaginn 30. maí kl. 10 hefst skráning fermingarbarna í Neskirkju og verður fram haldið kl. 10-16 alla virka daga. Skrá þarf samtímis námskeið og fermingardag. Sjá nánar!
Upp er niður
Leiðin upp í himininn er alltaf niður í gegnum mannheim. Leið elskunnar til Guðs er vegleysa nema um lendur mennskunnar. Himinhopp trúarinnar verða engin nema með því að fara fetið meðal þurfandi manna. Prédikun á ástardeginum 22. maí 2011 er að baki þessari smellu. Þar er einnig hljóðskrá og hægt [...]
Messa 22. maí
Messa og vorferð barnastarfsins kl. 11. Sameiginlegt upphaf en síðan halda börnin út í vorið. Áætluð heimkoma kl. 16. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Toshiki Toma. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Guðsþjónusta Ísfirðinga
Guðþjónusta á vegum Ísfirðingafélagsins kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveinbirni Bjarnasyni. Einsöngvari Þórarinn J. Ólafsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffiveitingar á vegum félagsins að lokinni guðþjónsta.
Biskupsþjónustan og framtíðin – málþing
Fasta er liðin! Á gleðidögum boðar framtíðarhópur kirkjuþings til málþings á Torgi Neskirkju föstudaginn 20. maí um biskupsþjónustu og framtíð þjóðkirkjunnar. Framundan er vígslubiskupskjör og því tilefni til að ræða um hlutverk hirðisþjónustu kirkjunnar, þróun hennar og framtíð. Þar verður spurt: Hvert stefnir kirkjan? Hvaða máli skipta biskupar? Hvert er [...]
Sigurvin Jónsson vígður
Umsjónarmaður barna- og æskulýðsstarfs Neskirkju er Sigurvin Jónsson. Hann var vígður sem æskulýðsprestur safnaðarins í messu í Dómkirkjunni 15. maí. Fjöldi sóknarfólks úr Nessöfnuði kom til vígsluathafnarinnar og fögnuður Neskirkjufólks var mikill! […]
Vorferð út í Viðey
Opna húsinu lýkur með vorferð út í Viðey miðvikudaginn 18. maí. Farið verður frá Neskirkju með rútu kl. 15:10. Báturinn fer frá Skarfaskersbryggju kl. 15:30. Vöfflukaffi verður í Viðeyjarstofu og helgistund í kirkjunni. Litli kórinn - kór eldri borgara syngur. Kostnaður er kr. 1.000.- á þátttakanda. Skráning í síma 511-1560 [...]
Messa 15. maí
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Í messunni verða fermdir Árni Birgir Eiríksson og Kristján Óli Eiríksson Miðhúsum 33. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Bogi og Ari. Samfélag [...]
Undur lífsins
Opið hús 11. maí kl. 15. Valgarður Egilsson hefur stundað rannsóknir á sviði læknisfræðinnar, en er líka skáld, rithöfundur, fararstjóri og menningarrýnir. Hann mun segja okkur sögur og veita okkur með þeim innsýn í undur lífsins sem hann metur mikils.
Að elska og gæta
Að við fæðumst nakin eru engin tíðindi. Börn deyja ekki á Íslandi vegna klæðleysis. Föt eru líkamsklæði, en menning er andleg klæði okkar. Í prédikun Sigurðar Árna frá öðrum sunnudegi eftir páska var rætt um dætur Jesú, ást og aðgát, í menningunni. Þessi prédikun er aðgengileg í tveimur útgáfum. Að [...]