Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 26. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |24. júní 2011 18:08|

Röklegt samhengi trúarinnar

Trú er einungis hægt að öðlast með trúarlegri iðkun og að undangenginni ákveðinni afstöðu. Trúarlega iðkun kunna allar manneskjur eðlislægt en of fáir iðka trú fram á fullorðinsár. [...] En afstaða trúarlegrar iðkunar er fágætari hnoss sem erfiðara er að nálgast. Rétt afstaða við trúarlega iðkun er auðmýkt sem auðnast [...]

By |19. júní 2011 18:50|

Messan 19. júní

Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Messan hefst kl. 11 og allir eru velkomnir til messugerðar og kaffisamfélags á Torginu eftir messu. Kirkja er blessun og forréttindi að ganga í guðshús á helgum [...]

By |18. júní 2011 08:34|

Við erum Partar, Medar og Elamítar …

Hvítasunnuundrið fólst í því að hinar ólíku þjóðir og þjóðarbrot sem fylgjendum Jesú mættu, skildu og gátu meðtekið þann boðskap sem verið var að miðla. Það undur er enn að verki í starfi kirkjunnar og í boðskapi hennar er fólgin túlkunarlykill í þeim nýju aðstæðum sem samtíminn ber í skaut. [...]

By |14. júní 2011 15:03|

Messur á hvítasunnu

Hvítasunnudagur 12. júní. Hátíðarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurvini Jónssyni. Messuþjónar aðstoða. Í messunni verða fermd Anna Ragnheiður Tryggvadóttir Sörlaskjóli 16, Grímur Dion Jónasson og Júlíana Lind Skaftadóttir Rekagranda 4. Kaffi og samfélag á Torginu [...]

By |9. júní 2011 11:39|

Stund milli stríða – úrvinnsla erfiðrar reynslu

Fylgjendur Jesú eru í frásögn dagsins staddir á kunnuglegum slóðum, þeim sem unnið hafa úr erfiðri reynslu. Upprisan hefur átt sér stað en hin nauðsynlega djörfung og frelsun, sem fylgir því að nýta reynslu sína til góðs bíður enn eftir hvítasunnu-undrinu. Prédikun Sigurvins Jónssonar sunnudaginn 5. júní er að baki [...]

By |6. júní 2011 16:04|

Messa 5. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu.

By |3. júní 2011 11:49|

Uppstigningardagur 2. júní

Uppstigningardagur. Messa kl. 11. Litli kórinn - kór eldri borgara syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu.

By |31. maí 2011 09:58|

Aðferðafræði þrautsegjunnar – Frekja, dónaskapur og bæn!

.Þegar kom að því að velja ritningarvers drengsins, völdu þeir það saman, og að baki valinu er leiðbeining og umvöndun föður sem vill dreng sínum vel. ,,Leitið og þér munuð finna” snýst ekki bara um trúnna sagði Jens syni sínum, það á líka við í lífinu. Prédikun Sigurvins Jónssonar á [...]

By |30. maí 2011 09:01|

Messa 29. maí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Í messunni verður Jens Nikulás Quental Jensson, Hjarðarhaga 64 fermdur. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.

By |26. maí 2011 11:37|