Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Svöngu börnin í Bíafra

Hungursneyð í Afríku er orðinn einskonar fasti í okkar menningu. Í áratugi hafa svöngu börnin í Afríku komið upp þegar börn vilja ekki klára matinn sinn og fréttamyndir af vannærðum börnum eru að okkur finnst daglegt brauð í fréttaflutningi sjónvarpsstöðva. En ábyrgð okkar við skírnarfontinn nær út fyrir fjölskyldu okkar [...]

By |8. ágúst 2011 23:25|

Jesús kominn út úr skápnum

Jesús og lærisveinar hans voru hópur samkynhneigðra karlmanna. Í því ljósi breytist merking þeirrar vináttu sem lýst er svo afdrifaríkt í guðspjöllunum, elskaði lærisveinninn í Jóhannesarguðspjalli var ástmaður Jesú, og vinahópur lærisveinanna samfélag homma sem stóð saman í vináttu og ástum andspænis samfélagi sem gat ekki meðtekið kynhneigð þeirra. Prédikun [...]

By |31. júlí 2011 13:15|

Messa 31. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Kári Allanson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.

By |28. júlí 2011 11:56|

Eboo, Osló og trúarlínan

Það er hægt að hafa áhrif á og móta ungt fólk og það er mikið í húfi. Það unga fólk sem kynnist trúarlegum veruleika og trúarlegri nálgum sem er öfgalaus, umburðalynd og nærandi mun ekki aðhyllast þær öfgaraddir innan trúarbragðanna og gegn trúarbrögðum sem svo víða leynast. Öfgahyggja og öfgatrú [...]

By |24. júlí 2011 13:21|

Sævar Ciesielski og grjótkastið

Erum við grjókastarar í hjarta eða verðir lífs? Í stað þess að henda steinum getum við skrifað í sandinn ný kerfi og lausn hinna þolandi. Jesús bjó til nýja sögu. Prédikun Sigurðar Árna í Neskirkju 17. júlí 2011 varðar hórseka konu, dæmdan mann og fyrirmyndar viðbrögð Jesú Krists. Hægt er [...]

By |17. júlí 2011 17:44|

Messa 17. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.

By |15. júlí 2011 11:27|

Messa 10. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |8. júlí 2011 15:49|

Sigurbjörn 100

Þjóðkirkja Íslands er á ferð og glímir við breytingar. Nú eru alger skil orðin. Með fráfalli og eitt hundrað ára fæðingarafmæli Sigurbjörns Einarssonar er tuttugustu öldinni endanlega lokið í kirkjulegum skilningi. En Jesús Kristur er á ferð og á erindi við Íslendinga. Prédikun um Jesú, Sigurbjörn og fjórðu leið kirkjunnar [...]

By |3. júlí 2011 20:50|

Sigurbjörn 100

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Minnst verður aldarafmælis Sigurbjörns Einarssonar, biskups, og sungnir verða sálmar hans. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.

By |30. júní 2011 11:11|

Eniga – meniga … allir rövla um peninga

Textar dagsins fjalla um peninga. Við skulum bara tala hreint út. Peningar skipta máli. Höfuðmáli. Peningar eru eitt mikilvægasta aflið í mannlegu samfélagi. Svo langt er síðan að peningar urðu fasti í mannlegu samfélagi að það kann að virðast sem að peningar hafi verið hluti mannkyns frá upphafi. En hvað [...]

By |27. júní 2011 09:51|