9/11 Kristnir og múslimar
Kristnin hefur lagt áherslu á manngildið, en það gera múslimar líka. Friðarsókn og virðing fyrir lífinu er í grunni allra trúarbragða heimsins. Kristnir vilja ekki hryðjuverk og ofbeldi, en það vilja múslimarnir ekki heldur. 11. september 2011 voru tíu ár liðin frá voðaverkum í Bandaríkjum Norður Ameríku og í hugvekju [...]
Messa 11. september
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Eftir messu verður opnuð sýning á verkum Áslaugar Thorlacius og Finns Arnars Arnarsonar [...]
Framtíð kirkjunnar
Hver verða tengsl þjóðar, ríkis og kirkju í framtíðinni? Hver er framtíð kirkjunnar? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á sex hádegisfyrirlestrum Framtíðarhóps kirkjuþings í Neskirkju í september og október. Fyrsti lesturinn verður 9 september. Dr. Hjalti Hugason fjallar um ríki og kirkju. Dagskráin stendur frá 12:15-13:00 hvern dag. Hægt [...]
Fjallaform, kofi og kristin kirkja
Eftir messu, sunnudaginn 11. september kl. 12,15, verður opnuð sýning á verkum Áslaugar Thorlacius og Finns Arnars Arnarsonar í safnaðarheimili Neskirkju. Listamennirnir hafa unnið verk sérstaklega fyrir rými og umhverfi kirkjunnar auk þess sem þau hafa unnið með fermingarbörnum að gerð listaverks. […]
+fólk og -fólk
Marx, Nietsche og Freud kenna okkur tortryggni og Ricoeur endurheimt. Jesús kennir okkur að tortryggja vitleysur en að sjá veröldina með ástaraugum Guðs. Hvernig horfir þú á fólk – er það með mínus eða í plús? Prédikun Sigurðar Árna 4. september er að baki þessari smellu.
Messa 4. september
Messa og upphaf barnastarfsins kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
!Hero – sælla minninga.
Vorið 2009 setti KFUM og KFUK á Íslandi upp söngleikinn !Hero í Loftkastalanum og var sú sýning ein metnaðarfyllsta sem kristilegt æskulýðsstarf hefur staðið fyrir. !Hero hópurinn kemur saman í kvöld í Neskirkju í tilefni af nýútkomnum DVD diski með sýningunni, sem einungis er fáanlegur í gegnum leikstjóra !Hero Rakel [...]
Vei þér, vei þér…
Jesús leitaði ekki eftir að menn álitu hann ofuregó veraldar, stærsta strákinn, óháða snillinginn, heldur var sjálf hans helgað æðri og skilgreinandi veruleika, sem varðaði fjölskyldu, vini, þjóð og alla veröldina. Sjálf og líf hans varð farvegur, tilvísun og tákn um erindi Guðs. Prédikun Sigurðar Árna 28. ágúst 2011, bæði [...]
Messan 28. ágúst
Messað er í Neskirkju alla helga daga. Sunnudaginn 28. ágúst hefst messan kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Steingrímur Þórhallsson. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða í messunni. Textar eru úr B röð 10. sunnudags eftir þrenningarhátíð. Þá má nálgast á bak við [...]
Fyrsta altarisganga fermingarbarna
Messa 21. ágúst kl. 11. Fermingarbörn sem voru á námskeiði í liðinni viku munu ganga til altaris í fyrsta sinn í fylgd sinna nánustu. Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestarnir Örn Bárður Jónsson og Sigurður Árni Þórðarsona þjóna fyrir altari og mun Örn prédika.