Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Þetta er helgur staður

Opið hús 12. október. Borgþór Kjærnested er leiðsögumaður, framkvæmdarstjóri, fararstjóri og túlkur. Hann hefur skipulagt ferðir til Ísraels undanfarin ár og fjöldi fólks hefur notið hans leiðsagnar þar og víðar. Hann mun deila með okkur stóru lífsmálum sínum. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Sjá dagskrá.

By |11. október 2011 10:18|

Barnakór Neskirkju

Barnakór Neskirkju er fyrir börn í 2.-4. bekk. Kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson.

By |10. október 2011 18:47|

Ég er

Jesús Kristur er ekki ríkidæmisdraumur hins fátæka, ekki hitastillir hins brennda eða kalda, ekki dyravörður mustera munúðarinnar og ekki netþjónn sálarvers handanverunnar. Hann er sjálfur lífið, sjálfur leiðin. Þar er krafan um guðdóm og ávarpið til þín um trú. Prédikun Sigurðar Árna 9. október, 2011 er að baki þessari smellu.

By |9. október 2011 12:30|

Messa 9. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |7. október 2011 17:20|

Fíkjulamb

Föstudaginn 7. október verður eldaður Biblíumatur í hádeginu í Neskirkju. Kynning verður á rétti dagsins, sem er fíkjukryddað lambakjöt, matarhefðum og matarmerkingu Biblíunnar kl. 12 og síðan verður matur borinn fram. Máltíðin kostar 1.500 kr. Allir velkomnir.

By |7. október 2011 08:43|

Kirkja og þjóð í framtíð

Skiptir fjöldi kirkjugesta máli máli þegar kemur að gildi boðunarinnar? Hvað merkja úrsagnir fólks úr þjóðkirkjunni? Á biskupinn að vera trúarleiðtogi eða stjórnandi fyrst og fremst? Hvort skiptir kirkjustofnunin eða starfið í söfnuðunum meira máli? Birna Guðrún Konráðsdóttir ræðir þessar og fleiri spurningar í erindi sínu um kirkju og þjóð [...]

By |6. október 2011 17:04|

Opið hús 6. október

Að fjölskylduböndin séu kærleiksbönd. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir starfaði sem kennari og meðferðarfulltrúi áður en hún vígðist til þjónustu í Þjóðkirkjunni. Nú starfar hún sem Dómkirkjuprestur þar sem margir leita til hennar þegar kreppir að í fjölskyldum. Opið hús er alla miðvikudaga og hefst kl. 15. með kaffiveitingum á Torginu. [...]

By |4. október 2011 10:24|

Bolli, börn og breytendur.

Sr. Bolli Pétur Bollason prestur í Laufási í Eyjafirði er þessa helgi staddur í Reykjavík með hóp 20 æskulýðskrakka úr sókninni að njóta borgarinnar og fræðast. Í morgun var komið við í Neskirkju þar sem Guðjón Andri og Þorsteinn Breytönd fræddu krakkana um umhverfismál, mannréttindi og annað sem brennur á [...]

By |1. október 2011 11:47|

Messa 2. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Prédikunina er hægt að [...]

By |29. september 2011 15:19|

Hlutverk kirkjunnar í samfélagsþróuninni

„Hlutverk kirkjunnar í samfélagsþróuninni“ er yfirskrift erindis sem Sigríður Gudmarsdóttir flytur á Torginu á föstudaginn. Í örerindi sínu gengur Sigríður út frá því að Þjóðkirkjan hafi sem stofnun og fjöldahreyfing hlutverki að gegna í samfélagsþróuninni. Hún setur fram þrjár tilgátur um það hvað þurfi að gerast til þess að svo [...]

By |28. september 2011 18:37|