Messa 13. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag og veitingar á [...]
Grundvallarreglur og fagnaðarerindi
Opið hús miðvikudaginn 9. nóvember. Stjórnlagaráð skilaði til Alþingis frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Athygli vakti vinnulag ráðsins og að allir ráðsmenn samþykktu drögin. Örn Bárður Jónsson, sóknarprest-ur Neskirkju, var í hópi 25 þingmanna, sem störfuðu í Stjórnlagaráði og segir okkur frá vinnulagi og anda stjórnarskrártillögunnar. Opið hús er alla miðvikudag [...]
Salt og ljós fyrir lífið
Jesús sagði ekki að við ættum að ganga um og safna nammi, heldur væri hlutverk okkar að verða krydd, selta veraldar. Hann sagði ekki að við ættum setja ljósið okkar inn í grasker heldur leyfa því að lýsa öðrum. Við erum ljósasól á fjalli í sambandi við orkubú veraldar. Prédikun [...]
Allra heilagra messa 6. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Í messunni verður látinna minnst og þeir sem koma til messu geta kveikt á kertum til minningar. Félagar úr Kór Neskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni. Messuþjónar aðstoða. Söngur, [...]
Biblíumatur
Föstudaginn 4. nóvember verður boðið upp á fiskiveislu á Torginu. Silungur verður borinn fram eins og kannski var í Cesareu eða einhverju þorpinu við Galíleuvatn. Máltíðin hefst kl. 12 og kostar 1500 krónur.
Hæfileikar í NeDó!
Síðastliðna helgi fór æskulýðsstarf Neskirkju og Dómkirkju á Landsmót ÆSKÞ en árlegur viðburður á mótinu er hæfileikakeppni æskulýðsfélaga. Vinkonurnar Helena Hafsteinsdóttir og Anna Karen Pálsdóttir voru framlag NeDó í ár en þær sungu lagið Little talks með íslensku hljómsveitinni Of monsters and men.
Tónlist og trú og guðfræði
Hvernig dýpkar og auðgar tónlist trúarhugsun og hvernig tala snjallir guðfræðingar um tónlist og trú? Haraldur Hreinsson guðfræðingur ræðir um efnið. Haraldur hefur lokið meistaragráðu í guðfræði frá Harvard í Bandaríkjunum. Músík, trú og gott samfélag. Allir velkomnir í opið hús miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15.
…snaran þátt af sjálfum mér
Fyrirlestur um makamissi hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Þær Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur og Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur halda fyrirlestra um makamissi hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð n.k. fimmtudag 3. nóvember kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Hulda fjallar um það þegar makinn deyr í blóma lífsins [...]
Messa 30. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hlómur, kór eldri borgar syngur. Stjórnandi og organisti Magnús Ragnarsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Lykilmennirnir Jakob og Esaú
Við þekkjum það öll hversu vont það er að vera lyklalaus og lokuð úti. Lyklar ljúka upp dyrum og ný veröld blasir við. Í fræðslunámskeiðinu á þriðjudagskvöldum er hugað að lyklum í Gamla testamentinu. Í kvöld, 25. október, verður skoðuð sagan um tvíburana Jakob og Esaú. Þeir slógust í móðurkviði [...]