Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Jólaball – opið hús og eldri borgarar

Opið hús kl. 15. Jólaball. Hljómur, Kór eldri borgara syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Jólasöngvar sungnir og dansað verður í kringum jólatré. Kristín Ísleifsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir flytja sjálfvalið efni. Sr. Sigurður Pálsson er ræðumaður dagsins og talar um: Mundu mig ég man þig! Kaffiveitingar á Torginu.

By |27. desember 2011 12:21|

Karlar sem hata konur og karlar sem elska

Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði. Prédikun Sigurðar Árna á 2. jóladag 2011 er að baki þessari smellu.

By |26. desember 2011 13:43|

Annar í jólum

Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00. Sögð verður saga og söngvar sungnir. Gengið verður í kringum jólatré og gestir koma í heimsókn. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Hljómur, kór eldri borgara syngur. Stjórnandi Magnús Ragnarsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyirr altari.

By |24. desember 2011 11:08|

Jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ræðu Arnar er hægt að lesa og hlusta á hér.

By |24. desember 2011 11:06|

Aðfangadagur

Jólastund barnanna kl. 16.00. Umsjón með stundinni hafa starfsmenn barnastarfsins. Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Sigurvin Jónsson. Aftansöngur kl. 18.00. Einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir. Trompetleikur Baldvin Oddsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Prédikun hans er að [...]

By |20. desember 2011 13:04|

Hver er þú

Jólasveinarnir koma í röðum þessa dagana. Þeir tjá svo sannarlega eftirtekarverðan boðskap. Svo er Jóhannes skírari til íhugunar á fjórða sunnudegi í aðventu. Hvað eiga jólasveinar, Jóhannes og við sameiginlegt? Spurninguna: Hver ert þú? Og við megum gjarnan reyna að svara. Prédikun Sigurðar Árna 4. sunnudag í aðventu er að [...]

By |19. desember 2011 12:12|

Hvað er líkt með Askasleiki, þér og Jóhannesi skírara?

Messa og barnastarf kl. 11 á 4. sunnudegi í aðventu. Sameiginlegt upphaf. Heldri Fóstbræður syngja og félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Vigfúsi Ingvar Ingvarssyni. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón [...]

By |17. desember 2011 09:37|

Aðventustund miðvikudaginn 15. desember

Aðventukvöld kl. 20. Kór Neskirkju, Barna- og Stúlknakór Neskirkju og Hljómur, kór eldri borgara syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson, Hilmar Örn Agnarsson og Magnús Ragnarsson. Sr. Sigurvin Jónsson æskulýðsprestur flytur hugvekju.

By |15. desember 2011 11:45|

Barnakór Neskirkju í útvarpið!

RÚV tók upp barnakór Neskirkju í vikunni en upptökurnar verða fluttar á RÚV á degi barnsins. Æskulýðsprestur Neskirkju leit inn í upptökur kórsins.

By |13. desember 2011 18:43|

Ljósamessa sunnudaginn 11. desember

Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu [...]

By |8. desember 2011 11:47|