Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Melkorka í Laxdælu

Opið hús miðvikudaginn 15. febrúar kl. 15. Séra Jakob Ágsúst Hjálmarsson, fv. sóknarprestur við Dómkirkjuna fjallar um írska arfinn í þjóðmenningu íslendinga út frá sögunni um Melkorku í Laxdælu. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.

By |14. febrúar 2012 13:26|

Biblíudagurinn í Neskirkju

Hvað hlutverki þjónar Biblían og hvernig getur maður lesið hana? Það verður viðfangsefni í prédikun á biblíudeginum, 12. febrúar. Messa og barnastarf Neskirkju hefst kl. 11. Sameiginlegt upphaf allra aldurshópa í messunni. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju, leiðir safnaðarsöng. Organisti Magnús Ragnarsson. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari. [...]

By |11. febrúar 2012 10:24|

Heimsókn í Alþingi

Opið hús miðvikudaginn 8. febrúar kl. 15. Heimsókn í Alþingi, húsið sýnt og starf Alþingsins verður kynnt. Á undan ferð verður hefðbundið kaffi á Torginu í Neskirkju og síðan brottför með rútu kl. 15.20. Komið til baka að Neskirkju um kl. 16.30.

By |7. febrúar 2012 09:34|

Messa 5. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag og veitingar á [...]

By |3. febrúar 2012 12:32|

Uppeldisnámskeið hefst í næstu viku.

Fullt er orðið á uppeldisnámskeið Helgu Arndfríðar Uppeldi sem virkar: Færni til framtíðar en námskeiðið hefur verið haldið um árabil og reynst uppalendum vel. Námskeiðið hefst í næstu viku og er kennt á miðvikudögum kl. 17-19.

By |1. febrúar 2012 16:13|

Þjónusta erlendis

Opið hús miðvikudaginn 1. febrúar kl. 15. Helgi Ágústsson fyrrverandi sendiherra rifjar upp árin í utanríkisþjónustunni. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.

By |31. janúar 2012 16:24|

Ummyndun til heilla

Ummyndun – það er eiginlega lykilsaga um þig og mig, kirkju, þjóðfélag og heim. Það er sagan um að Guð elskar og umbreytir - til heilla. Að baki þessari smellu er hægt að lesa og heyra prédikun á síðasta sunnudegi eftir þrettánda, 29. janúar, 2012. Textinn var um ummyndunarfrásöguna.

By |29. janúar 2012 17:41|

Hvað er heilagt og hvað er traust?

Hvað merkir ummyndun í okkar samfélagslega og kirkjulega samhengi? Verður til íhugunar í prédikun á morgun í Neskirkju. Hvernig væri að bregða sér í kirku og taka þátt í umbreytingunni? Sjá ofurlitla forhugleiðingu að baki þessari smellu. Barnastarfið er á sama tíma og messan og svo verða veitingar og samfélag [...]

By |28. janúar 2012 10:37|

Messa 29. janúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |27. janúar 2012 13:20|

Foreldramorgnar

Edda Gyðný kemur í heimsókn og kynnir bók sína Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga milli kl. 10 - 12. Fimmtudaginn 2. febrúar mun síðan Guðný Einarsdóttir organisti kynna Krílasálma.

By |25. janúar 2012 09:37|