Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 14. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari og ræðir um þjóð á tímarmótum. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu [...]

By |11. október 2012 10:50|

Biblíumatur er föstudagsmatur!

Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hverjar eru matarhefðir Biblíunnar? Biblíumatur verður á borðum í Neskirkju næstu föstudagshádegi og matarmenning biblíutímans kynnt. Föstudaginn 12. október verður eldaður kjúklingaréttur Maríu í Nasaret. Kynning og borðbæn kl. 12. Biblían þjónar lífinu, hinu líkamlega líka. […]

By |11. október 2012 08:48|

Stefnumót í Neskirkju

18. og 21. október n.k. ætlar Neskirkja að bjóða pörum og hjónum á rómantískt stefnumót. Í notalegu umhverfi munu sr. Sigurvin Lárus, hjónin sr. Sigurður Árni og Elín, prestshjónin Jóna Hrönn og Bjarni ásamt Magnúsi og Sesselju Thorberg halda líflega og fróðlega fyrirlestra um ást og hjónalíf og ræða um [...]

By |10. október 2012 18:07|

Uppeldisnámskeið – Færni til framtíðar

Uppeldisnámskeið í Neskirkju hefst mánudaginn 5. nóvember en námskeiðið kennir Helga Arnfríður Haraldsdóttir sálfræðingur. Námskeiðið er einkum ætlað foreldrum barna á aldrinum 6 mánaða til 9 ára. Námskeiðið er á mánudögum 5., 12., 19. og 26. nóvember klukkan 17.00-19.00. Námskeiðsgjald er 12.000 kr. fyrir einstakling og 16.000 kr. fyrir uppalendur [...]

By |9. október 2012 12:28|

Hvenær endar nóttin?

Hvenær byrjar dagurinn og hvenær endar nóttin? Það er þegar við viðurkennum dýrmæti annarra, að aðrir eru djásn Guðs, ómetanleg og undursamleg. Þá elskum við. Prédikun Sigurðar Árna 7. október - bæði texti og hljóðskrá - er að baki þessari smellu.

By |8. október 2012 15:46|

Messa 7. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Halla Rut, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |4. október 2012 17:06|

Hádegisbænir á miðvikudögum

Alla miðvikudaga eru hádegisbænir í Neskirkju. Steingrímur Þórhallsson leikur tónlist frá kl. 12 og síðan hefst bænastund kl. 12,10. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prestanna í Neskirkju. Netföngin eru orn@neskirkja.is og s@neskirkja.is og einnig hægt að koma þeim á framfæri við upphaf bænastundar. Þessar samverur eru öllum opnar og [...]

By |2. október 2012 14:14|

Sveitaprestur á mölinni

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Hruna, bóndi, prestur - um tíma prófastur - og nú fræðslustjóri á Biskupsstofu kemur í opið hús miðvikudaginn 3. október og segir frá eigin lífi, sveit og kirkju. Kaffi á Torginu kl. 15 og síðan hefst dagskráin um kl. 15,30. Allir velkomnir.

By |2. október 2012 14:11|

Messa 30. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. Ræðu dagsins er hægt að nálgast [...]

By |27. september 2012 09:38|