Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Hallgrímur 400 og krossgöturnar í Neskirkju

Miðvikudaginn 8. janúar hefjast Krossgötur í Neskju að nýju. Allir eru velkomnir til þessara samtals- og umræðufunda í safnaðarheimili kirkjunnar. Krossgötur eru á dagskrá alla miðvikudaga kl. 13,30-15. Kaffi og veitingar. Í ár eru fjögur hundruð ár frá fæðingu prestsins og skáldsins Hallgríms Péturssonar. 8. janúar kemur dr. Margrét Eggertsdóttir [...]

By |4. janúar 2014 23:52|

Janúarfasta í Neskirkju 9. – 26. janúar 2014

Nýr lífsstíl á nýju ári? Vilt þú léttast og lifa orkumeira lífi? Hjónin, Elín Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, bjóða til janúarföstu í samvinnu við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Neskirkju. Jóhanna hefur um árabil sökkt sér í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og gaf nýlega út metsölubókina Heilsubók [...]

By |4. janúar 2014 23:07|

Hamingjan er heimilisiðnaður

Hamingja er ekki slys eða tilviljun heldur afrakstur ákvörðunar og stefnu. Hamingjan er ákveðin og raunar ávöxtur ákvörðunar. Hamingjan er meðvitaður heimilisiðnaður. Hugleiðing Sigurðar Árna á nýársdag er að baki báðum þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is

By |2. janúar 2014 20:41|

Helgihald um áramót

Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18. Trompet Baldvin Oddsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Nýársdagur 1. janúar Hátíðarmessa kl. 14. Einsöngur Gissur Páll Gissurason. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.

By |30. desember 2013 12:43|

Altari himinsins

Öll máttarvöld vilja umvefja okkur, njóta fjármuna okkar og tilbeiðslu. Hverju þeirra lýtur þú? Hver er dýpsta von þín? Hvert er altari þitt og hvaða valdi lýtur þú? Prédikun Sigurðar Árna á degi jóla var um vald og eðli valds, Tiburvölvu, Ágústínus keisara og Guð. Ræðan er að baki báðum [...]

By |29. desember 2013 17:29|

Sunnudagurinn 29. desember

Messa og barnastarf kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |27. desember 2013 14:16|

2. jóladagur – barnaball 11 og messa 14

Barnasamvera í kirkjunni kl. 11 og dansað í kringum jólatréð. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Hljómur, kór eldri borgara syngur. Stjórnandi Jóhanna Halldórsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyirr altari.

By |26. desember 2013 11:02|

Ástarsagan

Hvernig líf þráir þú? Hvaða gjafir viltu, hvers konar lífspakka? Hluti eða upplifun? Getur verið að þú þráir ást og að lifa eigin sögu sem ástarsögu? Íhugun Sigurðar Ára í aftansöng aðfangadags 2013 var um ástalífið og boðskap jólanna. Hægt er að nálgast hana á tveimur stöðum og að baki [...]

By |25. desember 2013 17:19|

Messa á jóladag

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ræðu Arnar geturðu hlustað á og lesið hér.

By |24. desember 2013 23:57|

Helgihald á aðfangadag

Aðfangadagur 24. desember Jólastund barnanna kl. 16.00 Umsjón með stundinni hafa starfsmenn barnastarfsins. Barna- og Stúlknakór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson Aftansöngur kl. 18.00 Einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir. Trompet Steinar Kristinsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. [...]

By |24. desember 2013 10:59|