Saltfiskur
Næsti saltfiskdagur verður n.k. föstudag, 20. mars. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Máltíðin hefst kl. 12 og kostar kr. 1.700.
Messa og barnastarf 22. mars
Sunndaginn 22. mars kl. 11:00 er messa og barnastarf í Neskirkju. Hljómur, kór eldri borgara syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Sigurvin, Katrín og Ari leiða barnastarfið. Samfélag á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Clara Schuman
Krossgötur miðvikudaginn 18. mars kl. 13.30. Áslaug Gunnarsdóttir ætlar þessu sinni að kynna fyrir okkur nokkur verka Clöru Schuman með tali og tónum. Kaffiveitingar.
Messa sunnudaginn 15. mars
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur fjallar um andúð á múslimum á Íslandi. Muhammed Emin Kizilkaya og sr. Toshiki Toma leiða sameiginlega bæn. Stúlknakór og kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea, [...]
Suðrænn saltfiskur
Næsti saltfiskdagur verður n.k. föstudag, 6. mars. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Máltíðin hefst kl. 12 og kostar kr. 1.700.
Bænahefð
Krossgötur miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30. Karl Sigurbjörnsson biskup er kunnur fyrir skrif sín um bænina og mun koma og ræða um bænalífið almennt. Kaffiveitingar.
Fermingarungmenni í Vatnaskógi
Það er fríður hópur ungmenna úr fermingarfræðslu Neskirkju sem dvelur nú í Vatnaskógi. Ferðin er lokasprettur fermingarfræðslunnar og helginni lýkur með guðsþjónustu á sunnudag (1. mars), en þann dag er haldinn æskulýðsdagur kirkjunnar. Meðfylgjandi myndir sýna stuðið í skóginum.
Kóraveisla á góunni
Kór Neskirkju, Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Söngfjelagið, Dómkórinn og Söngsveitin Filharmónía ætla að bjóða upp á hressilega tónleikaveislu laugardaginn 28. febrúar í Seltjarnarneskirkju klukkan 17. Flutt verða verk frá barrokktímanum til dagsins í dag, íslensk verk í bland við verk frá Eistlandi, Svíþjóð, Japan og Bandaríkjunum. Hver kór syngur nokkur lög og síðan [...]
Fjölskylduguðsþjónusta 1. mars
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Jóhanna Halldórsdóttir og Steingrímur Þórhallson organisti. Æskulýðsprestur leiðir guðsþjónustuna í samstarfi við Nedó leiðtoga. Samfélga, kaffisopi á Torginu eftir messu.
Saltfiskur á föstudögum á föstunni
Föstudagar á föstu eru saltfiskdagar í Neskirkju. Matur er fram reiddur kl. 12. Og svo verður fram að dymbilviku. Suðrænn saltfiskréttur á 1.700 krónur með ofnbökuðum rótarávöxtum.