Dagskrá í desember

1. sunnudagur í aðventu 30. nóvember

Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11
Kór Neskirkju syngur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Prestar sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson sem prédikar. Söngur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Ari, Karen og Karólína. Samfélag og kaffisopi eftir messu.

Orgeltónleikar kl. 17
Steingrímur Þórhallsson, organisti leikur öll orgelverk J. S. Bach og eru þetta níundu tónleikarnir í röðinni. Af tilefni aðventunnar þá eru flest verkin á tónleikunum í leikandi léttleika og tilvalið að taka sér pásu frá skyldustörfum jólanna og njóta Bach.

Mánudagur 1. desember

Krossgötur kl. 13
Sigurjón Árni Eyjólfsson fjallar um þjóðerni og trú í verkum Sigurbjörns Einarssonar. Í erindinu verður guðfræðileg áhersla Sigurbjörns skoðuð í samhengi við þann skilning á hlutverki lista sem bundið er við hugtakið Kunstreligion.

2. sunnudagur í aðventu 7. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11
Kveikt á jólatrénu. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson. Starfsmenn barnastarfsins aðstoða. Krílakórinn syngur, leiðbeinandi Tinna Sigurðardóttir. Steingrímur Þórhallsson sér um undirleik. Samfélag og kaffisopi eftir messu.

Aðventuhátíð kl. 17
Kór Neskirkju og Stúlknakór kirkjunnar syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Katrín Jakobsdóttir, rithöfundur, flytur hugleiðingu. Prestar kirkjunnar þjóna.

Mánudagurinn 8. desember

Krossgötur kl. 13
Haraldur Hreinsson, lektor fjallar um Sigurbjörn Einarsson í Svíþjóð. Sigurbjörn Einarsson lagði stund á nám í trúarbragðasögu í Uppsölum á árunum 1933-1937 og kynntist þar þeirri miklu grósku sem einkenndi hið fræðilega umhverfi á þeim tíma. Í erindinu verður fjallað um þessi mótunarár á ferli Sigurbjörns, helstu kennara og áhrifavalda, sem og hvernig hann fann þessum straumum farveg í störfum sínum innan Háskóla Íslands þegar heim var komið. Kynningin er hluti af rannsóknarverkefni um Uppsalaár Sigurbjörns sem unnið er í samstarfi við Ólaf Jón Magnússon, MA guðfræði.

3. sunnudagur í aðventu 14. desember

Messa, barnastarf og opnun sýningar Styrmis Arnar Guðmundssonar, kl. 11
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti, Steingrímur Þórhallsson. Prestur, sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum umsjón Ara, Karenar og Karólínu. Í framhaldi fara messugestir á torgið og virða fyrir sér sýningu Styrmis Arnars. Kaffiveitingar.

Listagjörningur kl. 12
Styrmir Arnar Guðmundsson listamaður verður með gjörning á Torginu.

Jólatónleikar kl. 17
Sönghópurinn Marteinn og Kór Neskirkju syngja aðventu- og jólalög. Stjórnendur eru  Þórunn Björnsdóttir og Steingrímur Þórhallsson.

Mánudagur 15. desember

Krossgötur kl. 13
,,Hringsólað um borgina í hálfa öld” skemmtilegt spjall í máli og myndum um höfuðborgina okkar, mannlífið og gríðarlegar breytingar í samskiptum og snertifletum borgarbúa. Sirrý Arnardóttir Reykvíkingur, fjölmiðlakona og stjórnendaþjálfari.

4. sunnudagur í aðventu 21. desember

Messa og barnastarf kl. 11
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum umsjón Ara, Kristrúnar og Nönnu. Samfélag og kaffisopi eftir messu.

Aðfangadagur 24. desember

Jólastund barnanna kl. 16
Helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir jólunum. Stúlknakór kirkjunnar syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Steingrímur Þórhallsson leikur undir söng, sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina ásamt Rúnari Reynissyni og starfsfólki barnastarfsins.

Aftansöngur kl. 18
Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestar eru sr. Skúli S. Ólafsson og Jón Ómar Gunnarsson sem predikar.

Nóttin var sú ágæt ein kl. 23.30
Sungnir verða jólasálmar og vonartextar Biblíunnar lesnir. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina og flytur hugvekju. Þessi samvera færir okkur kyrrð og helgi eftir gleði og glaum kvöldsins.

Jóladagur 25. desember

Hátíðarmessa kl 14
Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestar eru sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Skúli S. Ólafsson sem predikar.

Annar í jólum 26. desember

Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11
Fjölskyldustund og jólaball. Helgistund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður kringum jólatréð og sungið dátt við undirleik Ara Agnarssonar. Góðir gestir kíkja við, gefa börnum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjón hafa sr. Jón Ómar Gunnarsson og starfsfólk barnastarfsins. 

Sunnudagur 28. desember

Messa kl. 11
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur, sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu. Athugið að ekki verður sunnudagaskóli þennan dag.

Gamlárdagur 31. desember

Aftansöngur kl. 18
Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson.

Nýársdagur 1. Janúar

Hátíðarmessa kl. 14
Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur, sr. Skúli S. Ólafsson.

Sunnudagur 4. janúar

Messa og barnastarf kl. 11
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur, sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffisopi eftir messu.