Barna og unglingastarf

Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.

Leiðtogar úr Neskirkju útskrifast úr Farskólanum.

Útskrifað var úr Farskóla leiðtogaefna fimmtudaginn 30. mars sl. en þar útskrifuðust 5 (1/2) leiðtogi úr unglingastarfi Neskirkju. Þær Ásta Kristensa Steinsen, Daníel Ágúst Gautason (en hann sækir vikulega starf í Neskirkju þó hann komi úr Bústaðasókn), Harpa Lind Ólafsdóttir, Katrín Helga Ágústsdóttir, Laufey Soffía Pálsdóttir og Sólrún Rós Eiríksdóttir. Við óskum leiðtogunum hjartanlega til [...]

By |2017-04-26T12:23:45+00:001. apríl 2011 15:01|

Mikil gleði á árshátíð NeDó & Fönix 29. mars

Þriðjudaginn 29. mars var haldin árshátíð unglingastarfs Neskirkju, Fönix & NeDó en yfir 40 ungmenni á aldrinum 13-21 mættu á árshátíðina. Veislustjóri var sr. Þorvaldur Víðisson prestur en hann starfaði í NeDó þegar hópurinn sem nú er um tvítugt var að byrja í unglingastarfi. Skemmtiatriði kvöldsins verða lengi í minnum höfð en ógleymalegast er þó [...]

By |2017-04-26T12:23:45+00:001. apríl 2011 14:06|

Maximús Músíkús, Kirkjumús.

Maximús Músíkús nefnist hagamús sem að æskulýðsfulltrúi Neskirkju elti uppi í Elliðaárdalnum og er nú á allra vörum í barnastarfi kirkjunnar. Maxi heimsótti fjölsóttann sunnudagaskóla síðastliðinn sunnudag en hann sóttu yfir 80 manns og allir fengu að klappa Maxa. Á mánudag fengu börn í 1. og 2. bekkjarstarfi að hitta smávin kirkjunnar en hann er [...]

By |2017-04-26T12:23:45+00:0028. mars 2011 23:57|

Rasisti! Ekki ég! – Alþjóðadagur gegn fordómum

Í dag er alþjóðadagur gegn fordómum og munu ungmenni úr æskulýðsstarfi kirkjunnar standa fyrir viðburði í Smáralind í tilefni dagsins. Krakkarnir verða máluð í framan og í bolum sem á stendur „Rasisti! Ekki ég!“ og vilja þannig vekja fólk til umhugsunar um að fæstir eru meðvitaðir um eigin fordóma. Dagskráin stendur yfir frá 18.00-19.00. [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0017. mars 2011 10:37|

Þrælabörn frelsuð – Aðalfundur ÆSKÞ

Aðalfundur Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar var haldinn í Neskirkju 24. febrúar síðastliðinn en þar var gert upp það góða starf sem að sambandið vann á síðastliðnu ári. Þar bar hæst Landsmót ÆSKÞ sem haldið var á Akureyri 15.-17. október 2010 en þangað komu tæplega 700 þátttakendur frá kirkjum af öllu landinu. Verkefni mótsins var að safna fé [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0017. mars 2011 01:37|

Mikið um dýrðir á æskulýðsdaginn.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var haldinn sunnudaginn 6. mars. Hlutverk æskulýðsdagsins er að halda á lofti því mikilvæga barna- og unglingastarfi sem unnið er í kirkjum landsins en æskulýðsstarf leggur bókstaflega grunn að framtíð kirkjunnar. Á þriðja hundrað manns lögðu leið sína til messu í Neskirkju. Sigurvin Jónsson, umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Neskirkju, prédikaði og börn og [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0015. mars 2011 21:09|

Vel heppnað Vormót ÆSKR

Helgina 16.-18. febrúar var haldið 200 manna æskulýðsmót í Vatnaskógi. Mótið var vel heppnað í alla staði enda mótsstjórar þeir Guðjón Andri Reynisson (21) og Gunnar Óli Markússon (20) sem báðir eru NeDó leiðtogar frá Neskirkju. Svipmyndir frá mótinu eru í meðfylgjandi myndbandi og fleiri myndir má nálgast á myndasíðu BaUN. […]

By |2017-04-26T12:23:46+00:0028. febrúar 2011 13:03|

NeDó stund … og þú ;)

Sunnudaginn 30. janúar verður í Neskirkju stund fyrir unglinga og leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Stundin hefst kl. 20.00 og mun NeDó hópurinn sjá um stundina undir forystu Sigurvins og hljómsveitin Tilviljun? mun leiða lofgjörð. Söngur, gleði, samfélag og fræðsla á þínum forsendum. Allir velkomnir. Ungmenni í fermingarundirbúningi eru sérstaklega hvött til að mæta.

By |2011-01-18T11:29:48+00:0018. janúar 2011 11:29|

NeDó Sport!

Fyrir Landsmót á Akureyri gerðu unglingarnir í Neskirkju kynningarmyndband fyrir nýjasta starf kirkjunnar fyrir unglinga og leiðtoga í kirkjunni 16+. NeDó Sport hópurinn hittist í íþróttahúsi Álftamýraskóla á hverjum föstudegi og spila saman Bandý, fótbolta eða hverja þá leiki sem að okkur dettur í hug. Í lok stundarinnar er alltaf bæn og armbeygjukeppni. Allir leiðtogar [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:001. janúar 2011 18:28|

Aðventustund fyrir unglinga

Föstudaginn 17. desember kl. 12. verður aðventustund fyrir Nemendum og foreldrum Hagaskóla. Hljómsveitin Tilviljun? leiðir tónlist ásamt organista kirkjunnar. Umsjón með stundinni hafa Sigurvin Jónsson, umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Neskirkju og sr. Sigurður Árni Þórðarson.

By |2010-12-16T12:20:53+00:0016. desember 2010 12:20|