Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.
Græn, sanngjörn og hamingjusöm.
Í júlímánuði fór hópur ungmenna frá Neskirkju í ungmennaskipti til bæjarins Langerwehe í Þýskalandi. Ungmennaskiptin voru skipulögð af íslenskum presti, Sjöfn Þór Müller, sem búsett er í þýskalandi og hélt Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum utan um íslenska hópinn. Frá Neskirkju fóru tveir leiðtogar, þeir Guðjón Andri Reynisson og Gunnar Óli Markússon, og fimm þátttakendur. Yfirskrift [...]