Barna og unglingastarf

Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.

NeDó á Landsmót ÆSKÞ

Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju tekur næstu helgi þátt í stærsta viðburði ársins í kristilegu æskulýðsstarfi, Landsmóti ÆSKÞ. Mótið er í ár haldið á Selfossi og eru 500 þátttakendur skráðir á mótið, þar af um 30 ungmenni og leiðtogar frá NeDó. Fyrir mótið sömdu þrjár hæfileikaríkar stúlkur dans sem tekin var upp og verður sýndur á [...]

By |2017-04-26T12:23:36+00:0026. október 2011 20:36|

Sögur af…

ÆSKR stendur fyrir leiðtogafræðslu fyrir ungmenni á framhaldsskóla og háskólaaldri og s.l. miðvikudag fræddi æskulýðsprestur Neskirkju um sögur. Áhugasamir geta hlustað á hluta af fræðslunni. Hluti I: Sögur – barnæskusögur, afrekssögur og fjölskyldusögur; Hluti II: Epík og mýta; Hluti III: Sjö tegundir sagna & Hluti IV: Dæmi um sjö tegundir sagna. […]

By |2017-04-26T12:23:37+00:001. október 2011 22:35|

Græn, sanngjörn og hamingjusöm.

Í júlímánuði fór hópur ungmenna frá Neskirkju í ungmennaskipti til bæjarins Langerwehe í Þýskalandi. Ungmennaskiptin voru skipulögð af íslenskum presti, Sjöfn Þór Müller, sem búsett er í þýskalandi og hélt Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum utan um íslenska hópinn. Frá Neskirkju fóru tveir leiðtogar, þeir Guðjón Andri Reynisson og Gunnar Óli Markússon, og fimm þátttakendur. Yfirskrift [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0028. september 2011 23:15|

Hungursneyð, stríð, betri heimur og fermingarbörnin í Neskirkju

Hungursneyð, stríð og betri heimur eru meðal þess sem fermingarbörnin í Neskirkju ræða á sumarnámskeiði sem nú stendur yfir. Á námskeiðinu upplifa börnin það í hvaða hlutverki kirkjan er á vegferðinni frá því að vera barn til þess að vera unglingur og fá tækifæri til að glíma við stóru spurningarnar í lífinu. Þau eiga samleið [...]

By |2017-04-26T12:23:39+00:0017. ágúst 2011 09:39|

Leikjanámskeið Neskirkja – Sumar 2011

Í sumar heldur Neskirkja tvö leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára (fædd 2000 – 2004). Á leikjanámskeiðunum er fjölbreytt dagskrá í boði úti og inni. Meðal annars verður farið í hópleiki, þrautaleiki, skapandi verkefni unnin og farið í strætóferðir. Einu sinni á námskeiði er farið í ferð út fyrir borgina og slegið [...]

By |2017-04-26T12:23:39+00:0020. júlí 2011 15:08|

Unglingastarf kirkjunnar komið í sumarfrí

Þeir unglingahópar sem starfa við Neskirkju eru nú komnir í sumarfrí fram í byrjun ágúst. LÆK hópurinn hittist í síðasta sinn fyrir frí á mánudagskvöld en síðasta verkefni þeirra var þakklætisgjörningur á 17. júní. Fönix hélt veglega grillveislu í síðustu viku og í gær var farið út að leika í góða veðrinu, spilaður fótbolti og [...]

By |2017-04-26T12:23:39+00:0029. júní 2011 10:58|

Allir fara í sveitaferð…

Sunnudagaskóli vetrarins hefur verið vel sóttur og sunnudaginn 22. maí verður honum slitið með vorferð. Sunnudagaskólinn hefst í messu safnaðarins kl. 11 en síðan fara börn og fullorðnir í rútur og er förinni haldið á sveitabæ þar sem eru fjölmörg dýr að klappa. Eftir að dýrunum hefur verið sinnt munum við grilla og leika okkur [...]

By |2017-04-26T12:23:40+00:0020. maí 2011 14:52|

Vaktu með Kristi á Skírdagsnótt

Á Skírdagsnótt verður haldin hin árlega páskavaka Vaktu með Kristi. Vakan er ætluð ungmennum á aldrinum 13-17 ára og verður hún að þessu sinni haldin í Neskirkju við Hagatorg. Vakan hefst kl. 21 á Skírdagskvöld og stendur til dögunar kl. 8.00. Farið verður í gegnum píslarsögu Krists frá upphafi til páska. Viljir þú taka þátt [...]

By |2017-04-26T12:23:41+00:0018. apríl 2011 20:32|

Hátt í 200 unglingar á tónleikum með Tilviljun?

Það var mikil stemning á tónleikum kvöldsins en hljómsveitin Tilviljun? hélt tónleika í kirkjuna þar sem ungu fólki var boðið að lofa Guð með tónlist. Hátt í 200 ungmenni lögðu leið sína í kirkjuna en Tilviljun? vill opna kirkjuna ungu fólki á nýjan hátt með tónlist sem höfðar til þeirra. Ýtið hér til að heyra [...]

By |2017-04-26T12:23:45+00:009. apríl 2011 01:10|