Alla sunnudaga kl. 11.00
september til maí.
Umsjón með sunnudagaskólanum hafa sr. Jón Ómar Gunnarsson, Nanna Hafberg Birgisdóttir, Karólína Björg Óskarsdóttir, Karen Helgadóttir og Kristrún Lilja Gísladóttir . Ari Agnarsson, tónlistarmaður leikur undir.
Metnaðarfullt sunnudagaskólastarf dregur fjölskyldur til kirkjunnar og er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum sínum í kirkjunni. Í sunnudagaskólanum er lögð áhersla á samfellu og stöðugleika í starfinu en enginn sunnudagur fellur úr að vetri. Rebbi refur og Mýsla mús verða tíðir gestir í sunnudagaskólanum í vetur.
Við hlökkum til að sjá ykkur!