Krossgötur

Þriðjudaga kl. 13.00

Dagskrá Krossgatna í Neskirkju er að mestu leyti unnin af heimafólki.
Við segjum frá merkum persónum Biblíu og íslenskrar kirkjusögu
og miðlum frásögnum af ferðalögum. 

Að vanda er boðið upp á ljúffengar kaffiveitingar
og við  syngjum við raust.

22. september
Ferðalag til Iona
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir
fór með góðum hópi í ferðalag til eyjar-innar Iona við Skotlandsstrendur en eyjan er þekktur áfangastaður pílagríma.

29. september
Matthías Jochumsson
Sr. Skúli S. Ólafsson
Tvo næstu þriðjudaga verður fjallað um persónuna, skáldið og prestinn Matthías Jochumsson í tilefni 100 ára ártíðar hans. Fyrra skiptið er fjallað um uppvöxt hans og umverfi.

6. október
Matthías Jochumsson
Sr. Skúli S. Ólafsson
Við höldum áfram að fjalla um Matthías. Núna um skáldið og prestinn.

13. október
Ferðasaga frá Hornströndum
Rúnar Reynisson
Rúnar gekk ásamt gönguhópi frá Horni niður í Ófeigsfjörð. Hann segir frá þessum slóðum á hjara veraldar og miðlar ýmsum sögum og fróðleik.

20. október
Jeremía „spámaðurinn kjökrandi.“
Sr. Skúli S. Ólafsson
Næstu fjóra þriðjudaga verða helgaðir meiri spámönnum. Í Gamla testamentinu er að finna mörg rit svokallaðra spámanna. Þeir eru skiptast í tvo hópa – meiri og minni spámenn. Fjallað verður um þá sem fylla fyrri flokkinn en óhætt er að segja að þar birtist okkur áhrifamiklir einstaklingar og eftirtektarverður texti. Við hefjum leika á honum Jeremía, sem kallaður hefur verið „spámaðurinn kjökrandi.“

27. október
Esekíel: Helgidómur nýrrar þúsaldar
Sr. Skúli S. Ólafsson
Þennan þriðjudag verður fjallað um spámanninn sem varð vitni að eyðileggingu Jerúsalemborgar og blés kappi í fólk með framtíðarsýn sinni um endurreisn musterisins.

3. nóvember
Daníel: Ljónatemjarinn
Sr. Skúli S. Ólafsson
Sá þriðji er enginn annar en Daníel, sá nafntogaði garpur og spámaður. Við syngjum gjarnan um hugprýði hans í sunnudagaskólanum en víst verður fróðlegt að glugga í ritið sem við hann er kennt

10. nóvember
Jesaja „Huggið, huggið lýð minn!“
Sr. Skúli S. Ólafsson
Loks verður fjallað um Jesaja sem er þó ekki einn maður, heldur líklega þrír sem koma fram á sjónarsviðið, hver á sínu skeiði í sögu Ísraels.

17. nóvember
Pílagrímsgöngur
Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
segir ferðasögur frá pílagrimsgöngu til Santiago del Compostella.

24. nóvember
Jón biskup Vídalín
Skúli S. Ólafsson
Næstu tvo þriðjudaga verður fjallað  um biskupinn og höfundinn Jón Vídalín en í ár er 300 ára ártíð hans. Fyrra skiptið greinir frá litríkum æviferli.

1. desember
Jón biskup Vídalín
Skúli S. Ólafsson
Seinna skiptið verður fjallað um postilluna og predikarann.

8. desember
Tónar og tónskáld
Áslaug Gunnarsdóttir
Áslaug sem er tónlistakennari og kemur reglulega í heimsókn til okkar. Hún leikur tónlist og kynnir höfundana. Aðventukaffi á Torginu í lokin!