Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Rauði Krossinn í Reykjavík: sjálfboðastarf í höfuðborginni

Krossgötur miðvikudaginn 19. október kl. 13.30. Þórir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins. Fáir þurfa að kunna betur til verka við að efla manndáð og mannauð, en þeir sem vinna með sjálfboðaliðum. Þórir segir frá merkilegu starfi Rauða krossins á þessu sviði og lýsir því hvert hreyfingin stefnir í viðleitni sinni til [...]

By |19. október 2016 08:53|

Messa 16. október

Messa kl. 11. Við tölum tungum á sunnudag. Neskirkja fær heimsókn frá svissneskum söfnuði og því verður söngtextum og fleiru varpað á vegg á þýsku og getur fólk valið hvort tungumálið það notar. Drengjakór Reykjavíkur syngur ásamt félögum úr Kór Neskirkju sem leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. [...]

By |13. október 2016 12:11|

Bach í poka – orgelnammi

Hádegistónleikar verða í Neskirkju miðvikudaginn 12. október. Á efnisskrá er meðal annars Tríó sónata Bach nr 1 í Eb dúr og Prelúdía og fúga í G - dúr. Tónleikarnar verða síðan á hálfsmánaðar fresti fram í desember þar sem boðið verður upp á Bach í bland við einn annan tónhöfund [...]

By |11. október 2016 15:10|

Uppeldi, trú og siðvit

Krossgötur miðvikudaginn 11. október kl. 13.30. Sr. Sigurður Pálsson, fv. sóknarprestur í Hallgrímskirkju fjallar um efnið. Fáir hafa lagt jafn mikið til málanna í umræðu um trúarbragðakennslu og uppeldismál og sr. Sigurður. Hann kenndi um árabil í Kennaraháskólanum og verður áhugavert að heyra sjónarmið hans um uppeldi, trú og siðvit [...]

By |11. október 2016 11:18|

Messa sunnudaginn 9. október

Messa og barnastaf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Stefanía, Guðrún og Ari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.

By |6. október 2016 13:48|

Íslenski hundurinn

Krossgötur miðvikudaginn 4. október kl. 13.30. Þórhildur Bjartmarz, frá félaginu Hundalífi fjallar um íslenska hunginn. Litlu munaði að íslenski hundurinn hyrfi af sjónarsviðinu en fyrir alla mildi tókst að bjarga stofninum og nú dafnar hann sem aldrei fyrr. Íslenski hundurinn á sín sérkenni sem nýttust til margra starfa á sveitabæjum. [...]

By |4. október 2016 11:54|

Ömmu og afa messa 2. október

Ömmu og afa messa kl. 11. Yngri og eldri barnakór kirkjunnar syngja ásamt Hljómi, kór eldri borgara í Neskirkju. Stjórnendur Jóhanna Halldórsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Guðrún Ísleifsdóttir segir frá bernsku sinni. Brúður kíkja í heimsókn og ræða biblíusögu dagsins. Umsjón Guðrún Þorgrímsdóttir og sr. Steinunn A. Björnsdóttir, sem þjónar fyrir [...]

By |29. september 2016 11:40|

Auðlindagarður á Suðurnesjum

Krossgötur miðvikudaginn 28. september kl. 13.30. Albert Albertsson, verkfræðingur og hugmyndasmiður kemur í heimsókn. Hljóðlát bylting hefur orðið á Suðurnesjum við orkuvinnslu þar sem unnið hefur verið eftir hugsjón um sjálfbærni og umhverfisvernd. Albert er fróðleiksnáma og brennandi  hugsjónamaður. Kaffiveitingar.

By |27. september 2016 08:13|

Messa 25. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson.  Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Stefanía, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |22. september 2016 10:45|

Uppskera og uppeldi

Sunnudaginn 18. september verður messan í Neskirkju helguð er gjöfum jarðar. Grænmeti, ber og aðrar afurðir sumarsins bornar að  altari og þakkað fyrir þær í tali og tónum. Birkigræðlingar jafnmargir fermingarbörnum vetrarins verða bornir fram fyrir altarið. Þeir verða svo settir niður í Nessóknarlundi í Heiðmörk. Prestar Neskirkju þjóna. Kór Neskirkju syngur [...]

By |15. september 2016 10:02|