Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Kristniboðsdagurinn 13. nóvember

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 að venju. Félagar úr kór Neskirkju syngja í messunni og leiða söng við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn verður í umsjá Katrínar H. Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar. Rebbi og Vaka kíkja við, Nebbi Nú læri eitthvað nýtt og það verður [...]

By |10. nóvember 2016 14:50|

Bach í poka – orgelnammi

Hádegistónleikar verða  í Neskirkju miðvikudaginn 9. nóvember. Tónleikarnar eru  á hálfsmánaðar fresti fram í desember þar sem boðið verður upp á Bach í bland við einn annan tónhöfund í hvert sinn. Steingrímur Þórhallsson organisti situr við orgelið.

By |9. nóvember 2016 10:22|

Heilsa í heimabyggð

Krossgötur miðvikudaginn 9. nóvembar kl. 13.30. Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu. Í doktorsrannsókn sinni, spurði Sigríður hvort munur væri á heilsufari Íslendinga eftir búsetu. Niðurstöður hennar varpa merkilegu ljósi á samfélag okkar og þær aðstæður sem landsmenn búa við. Kaffiveitingar.

By |7. nóvember 2016 12:46|

Barokk á þriðjudagskvöldum

Neskirkja efnir til þriggja fyrirlestra um barokkið næstu þriðjudagskvöld kl. 19.00. Tilefnið er afmæli siðaskiptanna á næsta ári auk þess sem dagskrá þessi er hugsuð sem ákveðinn upptaktur að sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Siðbót, sem opnuð verður 27. nóvember, næstkomandi. Þar vinnur listamaðurinn m.a. með barokkið. 8. nóvember: Skáldin Margrét Eggertsdóttir, [...]

By |7. nóvember 2016 11:17|

Jón biskup Helgason og myndin af landinu

Málþing í Neskirkju, sunnudaginn 6. nóvember kl. 17:00 Jón biskup Helgason var einstakur maður og frumkvöðull í mörgum skilningi þess orðs. Hann var einn af merkisberum frjálslyndu guðfræðinnar á Íslandi og lagði sig fram um að innleiða nýjar hugmyndir og sjónarmið í íslenskt trúarlíf. Þegar Jón vísiteraði söfnuði, eins og [...]

By |3. nóvember 2016 14:23|

Messa 6. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Drengjakór Reykjavíkur syngur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Stefanía, Katrín og Ari. Samfélag og kaffimoli eftir messu.

By |3. nóvember 2016 14:20|

Biblíuþýðingar á Íslandi

Krossgötur miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Guðrún Kvaran, próf. em. við Stofnun Árna Magnússonar. Úgáfur á Biblíunni hafa haft mikil áhrif á þróun íslenskunnar. Guðrún Kvaran sat um áraskeið í þýðingarnefnd Biblíunnar en ný þýðing kom út fyrir nokkrum árum og voru skiptar skoðanir um þau sjónarmið sem þar lágu [...]

By |1. nóvember 2016 07:53|

Messa og sunnudagaskóli 30. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju, syngur og leiðir söng undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Texta dagsins má finna á vef Þjóðkirkjunnar. Sunnudagaskólinn verður í umsjá Stefaníu Steinsdóttur, Katrínar H. Ágústsdóttur og Ara [...]

By |27. október 2016 11:20|

Saga konu í Kazakstan

Krossgötur 26. október kl. 13.30. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Neskirkju. Megir þú lifa á áhugaverðum tímum. Saga konu í Kazakstan. Sr. Steinunn Arnþrúður, nýskipaður prestur við Neskirkju hefur farið víða og búið á fjarlægum slóðum. Hún valdi úr sarpi sínum, frásögn frá því er hún dvaldi í Kazakstan ásamt [...]

By |25. október 2016 09:01|

Messa 23. október

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Gleði og gaman í barnastarfinu. Umsjón Stefanía, Adda Steina og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |20. október 2016 13:49|