Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Félag eldri borgara

Krossgötur miðvikudaginn 1. mars kl. 13.30. Gísli Jafetsson, formaður Félags eldri borgara kemur í heimsókn. Málefni eldri borgara varða okkur öll og fátt veitir betri innsýn í samfélagsgerð og siðferði en þjónustan við þau sem byggðu upp þau gæði sem síðari kynslóðir njóta. Gísli segir okkur frá verkefnum Félags eldri borgara. Kaffiveitngar.  

By |27. febrúar 2017 14:25|

Messa 26. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Stjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Orgnisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Nebbi, Rebbi og Vaka koma í heimsókn, mikill söngur. Umsjón Stefanía og Ari. Samfélag á kirkjutorgi eftir messu og sunnudagaskóla.

By |23. febrúar 2017 12:49|

Heimsókn í Árbæjarsafn

Á Krossgötur 22. febrúar verður farið í heimsókn í Árbæjarsafnið og skoðuð sýningin Hjáverkin: Atvinnusköpun kvenna í heimahúsum. Helga Maureen Gylfadóttir, sagnfræðingur og Gerður Róbertsdóttir, verkefnastjóri munavörslu taka á móti hópnum. Lagt af stað í rútu frá Neskirkju kl. 13.30.

By |20. febrúar 2017 13:59|

Tímamótakvöld

Í tilefni 60 ára vígsluafmælis Neskirkju lítum við til baka og horfum í kringum okkur. Þrjár kvöldstundir fjöllum við um þennan helgidóm, sögu hans, útlit og innviði. Neskirkja markaði tímamót á ýmsan hátt, bæði hin nýja borgarsókn og svo hið móderníska útlit kirkjunnar. Þá er eitt af stærstu glerverkum Gerðar [...]

By |20. febrúar 2017 12:37|

Biblíudagurinn og konudagurinn

Sunnudagurinn 19. febrúar er bæði Biblíudagur og Konudagur. Þann dag verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum helgihaldið saman. Í predikun verður fjallað um Biblíuna og konur í tilefni dagsins. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng. Organisti Douglas Brotchie. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Barnastarfið er í umsjá [...]

By |16. febrúar 2017 11:55|

Mannvirðing og umburðarlyndi

Krossgötur miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Sigmundur Ernir á langan feril að baki í fjölmiðlum, stjórnmálum, ljóðagerð og öðrum ritsmíðum. Í þessu erindi ræðir hann sjónar-mið sín um mannleg samskipti og þau leiðarljós sem við ættum að fylgja í umgengni okkar við náungann.

By |14. febrúar 2017 08:42|

Messa 12. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Orgnisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Nebbi, Rebbi og Vaka koma í heimsókn, mikill söngur. Umsjón Katrín, Heba og Ari. Samfélag á kirkjutorgi eftir messu og sunnudagaskóla.

By |9. febrúar 2017 13:18|

Krossgötur 8. febrúar

Krossgötur 8. febrúar kl. 13.30. Hólabiskup á 21. öldinni. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum situr á hinum forna Hólastóli og er hún arftaki merkra kirkjuhöfðingja. Má þar nefna Jón Arason og Guðbrand Þorláksson. Hver eru helstu viðfangsefni Hólabiskups á 21. öldinni? Solveig Lára fræðir okkur um þau mál. Kaffiveitingar.

By |7. febrúar 2017 08:47|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli

Guðsþjónusta kl. 11. Mikil tónlist.  Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur, Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Gleði og söngur. Rebbi, Nebbi og fleiri líta við. Umsjón Katrín og Ari.

By |1. febrúar 2017 20:45|