Félag eldri borgara
Krossgötur miðvikudaginn 1. mars kl. 13.30. Gísli Jafetsson, formaður Félags eldri borgara kemur í heimsókn. Málefni eldri borgara varða okkur öll og fátt veitir betri innsýn í samfélagsgerð og siðferði en þjónustan við þau sem byggðu upp þau gæði sem síðari kynslóðir njóta. Gísli segir okkur frá verkefnum Félags eldri borgara. Kaffiveitngar.
Við messum snjódaginn mikla
Það verður messa og sunnudagaskóli hjá okkur í dag, 26. febrúar, kl. 11 að venju. Allir velkomnir.
Messa 26. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Stjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Orgnisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Nebbi, Rebbi og Vaka koma í heimsókn, mikill söngur. Umsjón Stefanía og Ari. Samfélag á kirkjutorgi eftir messu og sunnudagaskóla.
Heimsókn í Árbæjarsafn
Á Krossgötur 22. febrúar verður farið í heimsókn í Árbæjarsafnið og skoðuð sýningin Hjáverkin: Atvinnusköpun kvenna í heimahúsum. Helga Maureen Gylfadóttir, sagnfræðingur og Gerður Róbertsdóttir, verkefnastjóri munavörslu taka á móti hópnum. Lagt af stað í rútu frá Neskirkju kl. 13.30.
Tímamótakvöld
Í tilefni 60 ára vígsluafmælis Neskirkju lítum við til baka og horfum í kringum okkur. Þrjár kvöldstundir fjöllum við um þennan helgidóm, sögu hans, útlit og innviði. Neskirkja markaði tímamót á ýmsan hátt, bæði hin nýja borgarsókn og svo hið móderníska útlit kirkjunnar. Þá er eitt af stærstu glerverkum Gerðar [...]
Biblíudagurinn og konudagurinn
Sunnudagurinn 19. febrúar er bæði Biblíudagur og Konudagur. Þann dag verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum helgihaldið saman. Í predikun verður fjallað um Biblíuna og konur í tilefni dagsins. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng. Organisti Douglas Brotchie. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Barnastarfið er í umsjá [...]
Mannvirðing og umburðarlyndi
Krossgötur miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Sigmundur Ernir á langan feril að baki í fjölmiðlum, stjórnmálum, ljóðagerð og öðrum ritsmíðum. Í þessu erindi ræðir hann sjónar-mið sín um mannleg samskipti og þau leiðarljós sem við ættum að fylgja í umgengni okkar við náungann.
Messa 12. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Orgnisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Nebbi, Rebbi og Vaka koma í heimsókn, mikill söngur. Umsjón Katrín, Heba og Ari. Samfélag á kirkjutorgi eftir messu og sunnudagaskóla.
Krossgötur 8. febrúar
Krossgötur 8. febrúar kl. 13.30. Hólabiskup á 21. öldinni. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum situr á hinum forna Hólastóli og er hún arftaki merkra kirkjuhöfðingja. Má þar nefna Jón Arason og Guðbrand Þorláksson. Hver eru helstu viðfangsefni Hólabiskups á 21. öldinni? Solveig Lára fræðir okkur um þau mál. Kaffiveitingar.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli
Guðsþjónusta kl. 11. Mikil tónlist. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur, Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Gleði og söngur. Rebbi, Nebbi og fleiri líta við. Umsjón Katrín og Ari.