Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Skírdagur 13. apríl

Messa kl. 18. Messan hefst í kirkjunni en færist í hliðarsalinn að dúkuðu borði þar sem brauði og víni verður útdeilt og almennt borðhald. Rætt verður um tengsl altarisgöngunnar við páskamáltíð gyðinga og matarsamfélagið. Þau sem geta eru hvött til að leggja eitthvað til máltíðarinnar. Messunni líkur svo inni í [...]

By |11. apríl 2017 11:28|

Helgihald yfir dymbilviku og páska

Skírdagur 13. apríl Messa kl. 18. Messan hefst í kirkjunni en færist í hliðarsalinn að dúkuðu borði þar sem brauði og víni verður útdeilt og almennt borðhald. Rætt verður um tengsl altarisgöngunnar við páskamáltíð gyðinga og matarsamfélagið. Þau sem geta eru hvött til að leggja eitthvað til máltíðarinnar. Messunni líkur [...]

By |10. apríl 2017 15:24|

Neskirkja 60 ára!!!

Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni 60 ára vígsluafmælis Neskirkju. Frumflutt verður ný messa eftir Steingrím Þórhallsson organista. Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Barnakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson og Jóhanna Halldórsdóttir. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari með þáttöku fermingarbarna, bæði frá 1957 [...]

By |6. apríl 2017 13:51|

Matur og réttlæti

Á fræðslukvöldi um mat og föstu fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00 verður fjallað um matarframleiðslu og réttláta skiptingu. Hvernig má styrkja bændur í Eþíópíu til að efla matarframleiðslu? Hvernig getum við styrkt konur til að koma matvöru í verð? Hvað eru sanngjörn viðskipti og hvaða máli skipta vatn og loftslagsmál? [...]

By |4. apríl 2017 16:29|

Krossgötur

Krossgötur miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.30. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um þjónustu og áhrif sem mótvægi við menningu ofbeldis og valda. Kaffiveitngar.

By |4. apríl 2017 11:53|

Gretar Reynisson: 20 40 60 og 500 fingraför

Að lokinni guðsþjónustu þann 2. apríl kl. 11 opnar sýning Gretars Reynissonar á Torg. Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndaverkið 20 40 60, sem kallast á við orð sköpunarsögu Biblíunnar: ,,Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa“ (1Mós 3:19) og tímamót í fortíð og nútíð listamannsins, [...]

By |1. apríl 2017 08:16|

Neskirkjuhlaupið

Í tilefni af 60 ára vígsluafmæli Neskirkju verður efnt til Neskirkjuhlaupsins sunnudaginn 2. apríl næstkomandi kl. 14. Mörk Nessóknar liggja um Hringbraut í norðri, Suðurgötu í austri og mæri Reykjavíkur og Seltjarnarness í vestri, auk suðurstrandarinnar og verður þessi hringur verður hlaupinn. Hlaupið er 10 km, einnig er hægt að fara styttri [...]

By |31. mars 2017 08:40|

Messa 2. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Stefanía, Katrín og Ari. Eftir messu verður sýning Gretars Reynissonar á Torg opnuð. Kaffiveitingar.

By |30. mars 2017 13:34|

Ræktun, nýting og sóun matar –  og góðar uppskriftir

Matur og sjálfsefling, matarframleiðsla, nýting og sóun verður allt til umræðu á námskeiði í Neskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 20. Aðalræðumaður er Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir frá stuðningi við konur þar sem unnið er út frá ræktun og nýtingu matvæla. Boðið verður upp á hressingu og [...]

By |29. mars 2017 15:05|

Hvað er fátækt?

Krossgötur miðvikudaginn 29. mars kl. 13.30. Sr. Bjarni Karlsson, prestur vinnur að rannsókn á fátækt á Íslandi. Hann hefur barist fyrir málefnum þeirra sem eiga um sárt að binda og tekið virkan þátt í pólitísku starfi. Hann deilir með okkur hugmyndum sínu og hugsjónum í þessum efnum. Kaffiveitingar.

By |28. mars 2017 12:54|