Messa og sunnudagaskóli 7. maí.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 7. maí. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng, organisti er María Kristín Jónsdóttir. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Textar dagsins fjalla um von og huggun. Þá má lesa á vef kirkjunnar. Sunnudagaskólinn verður líflegur að venju. Hann er [...]
Krossgötur
Krossgötur miðvikudaginn 3. maí kl. 13.30. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari kynnir fyrir okkur tónskáldið Franz Schubert, flytur tónlist og segir sögu hans. Kaffiveitingar.
Hátíðartónleikar Kórs Neskirkju
Laugardaginn 6. maí, kl. 18:00 verður óratórían Júdas Makkabeus eftir G.F. Händel flutt í Neskirkju. Flytjendur eru Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór, Fjölnir Ólafsson bassi og Hátíðarbarokksveit Vesturbæjar. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Miðasala á tix.is. Aðgangseyrir kr. 4.000 Óratórían Júdas Makkabeus sló í gegn og [...]
Ölerindi og ölsálmar
Sunnudaginn 30. apríl kl. 20. Saga siðaskiptanna fléttast saman við sögu bjórsins. Sjálfur naut Lúther þess að dreypa á góði öli og þýskir bjórar eru enn bruggaðir samkvæmt reglugerð frá tíma siðaskiptanna. Stefán Pálsson sagnfræðingur fjallar um þessi mál og leiðir okkur inn í sögu bjórsins af sinni alkunnu sagnagleði. [...]
Messa 30. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. María Kristín Jónsdóttir spilar á orgelið. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Sögur úr Miðjarðarhafi og björgun flóttamanna
Krossgötur miðvikudaginn 26. apríl kl. 13.30 Þórir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík sigldi með björgunarskipi um Miðjarðarhafið nú í vetur og kom að björgun fjölda flóttamanna. Hann segir okkur sögu þessa ferðalags og hvað það situr eftir nú þegar hálft ár er að baki förinni. Kaffiveitingar.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30
Messa og sunnudagaskóli kl. 11, sunnudaginn 23. apríl. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Fjallað verður um upprisu og dag jarðar. Umsjón með sunnudagaskóla hafa Stefanía Steinsdóttir, Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agnarsson. Rebbi, Nebbi og fleiri líta við. Söngur og gleði. Fermingarmessa [...]
Krossgötur 19. apríl
Krossgötur miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundinna og talar um páska, vorið og siðbótina. Kaffiveitingar.
Páskadagur
Hátíðarmessa kl. 8. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni. Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Stefanía Steinsdóttir leiða stundina.
Föstudagurinn langi
Píslarsagan lesin og hugleidd kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Í framhaldi fer fram, „Samtal um Gretar”, þar sem Ólafur Gíslason fjallar um sýningu Gretars Reynissonar, 20 40 60.