Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Páskadagur, 21. apríl

Hátíðarmessa kl. 8.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni. Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11:00. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starsfólki barnastarfsins.

By |15. apríl 2019 08:50|

Kínverska heilsubótarleikfimin, Qi-gong

Krossgötur þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.00. Björn Bjarnason, fv. ráðherra, kemur í heimsókn og kynnir hina áhugaverðu kínversku heilsubótarleikfimi, Qi-gong. Kaffiveitingar og söngur.

By |14. apríl 2019 08:57|

Messa á vígsluafmæli Neskirkju

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli kl. 11 á pálmasunnudag, 14. apríl, vígsluafmæli Neskirkju. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Sóknarnefndarfólk les bænir og ritningartexta. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu. Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnar T. [...]

By |11. apríl 2019 13:38|

Ættfræði

Krossgötur þriðjudaginn 9. apríl kl. 13.00. Oddur F. Helgason, ættfræðingur, fjallar um ættfræðina frá ýmsum hliðum. Kaffiveitingar og söngur.

By |9. apríl 2019 08:39|

Messa og sunnudagaskóli 7. apríl

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf inni í kirkju. Í messunni verður boðunardegi Maríu fagnað í tali og tónum.  Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum halda Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agnarsson uppi fjörinu í söng og sögum. Sameiginleg [...]

By |4. apríl 2019 15:33|

Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar á Krossgötum

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, verður gestur okkar á Krossgötum kl 13, þriðjudaginn 2. apríl. Hún ætlar að kynna vinnu við nýja sálmabók og við munum reyna okkur við að syngja einhverja af nýju sálmunum. Að venju eru veglegar kaffiveitingar og gott spjall hluti af stundinni.

By |1. apríl 2019 14:02|

Messa og sunnudagaskóli 31. mars

Þann 31. mars er messa og sunnudagaskóli að vanda kl. 11. Háskólakórinn syngur og leiðir söng í messunni undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í predikuninni verður rætt um brauð frá ýmsum hliðum. Manna í eyðimörkinni, brauð lífsins, altarisbrauð, jafnvel daglegt brauð. Sunnudagaskólinn er í umsjá Katrínar [...]

By |28. mars 2019 10:36|

Föðurlandið í ættjarðarsöngvum

Krossgötur þriðjudaginn 26. mars kl. 13.00. Guðbjörn Sigurmundsson, kennari kemur í heimsókn og heldur erindi sem hann kallar „Föðurlandið í ættjarðarsöngvum“. Söngur, kaffi og kruðerí.

By |25. mars 2019 10:11|

Prjónakvöld og handavinna mánudagskvöld

Prjónakvöld 25. mars. Prjónahópur Neskirkju er óformlegur hópur áhugafólks um handavinnu og samfélag. Við komum með handavinnu, hitum kaffi og te og spjöllum saman, sýnum afrakstur, leitum ráða, lærum eitthvað nýtt og eigum góða stund saman. Samverur eru einu sinni í mánuði, síðasta mánudag hvers mánaðar  kl. 20. Næsta samvera [...]

By |24. mars 2019 15:38|

Messa 24. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Prestur sr. Skúlí S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |21. mars 2019 12:38|