Aðventukvöld
Aðventukvöld og ljósahátíð sunnudaginn 15. desember kl. 20.00. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng. Fermingarbörn lesa ritningartexta og lýsa upp stundina. Dr. Eiríkur Bergmann prófessor flytur hugvekju. Að lokinni samveru í kirkjunni er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu.
Krossgötur, Barnakór, Biblíulestur og Nedó falla niður í dag
Vegna óveðursspár fellur kirkjustarfið niður í dag eftir hádegi. Við vonum að allir geti haft það gott heima og biðjum þess að allir séu öruggir.
Biblíuleshópur fyrir konur
(Mynd af vef HÍB) Þriðjudaga kl. 18 er hittast konur í safnaðarheimili kirkjunnar og lesa saman Biblíuna. Næstu tvo þriðjudaga verður farið yfir texta sem tengjast jólum, þeir lesnir og ræddir frá ýmsum sjónarhornum. Sr. Steinunn Arnþrúður hefur umsjón með samverunum sem eru jafnan um klukkustund. Allar konur [...]
Fjölskylduguðsþjónusta 8. desember
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur. Aðventan og biðin eftir jólunum eru þema messunnar og verður skoðað í máli og myndum, leik og söng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson og prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Starfsfólk barnastarfsins aðstoðar við helgihaldið. Hressing á torginu fyrir unga og [...]
Skammdegisbirta 5. desember
Fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði kl 18 - 21 er Skammdegisbirta í Neskirkju. Þá bjóðum við upp á létta kvöldvökustemmningu, með tónlist, fyrirlestrum, þéttri súpu og guðaveigum (fyrir þau sem vilja).Það þykir ekki góðs viti þegar börn fá kartöflu í skóinn, það er víst áskorun um bætta hegðun og framkomu þess [...]
Krossgötur
Krossgötur þriðjudaginn 3. desember kl. 13.00. Áslaug Gunnarsdóttir, tónlistarkennari, kynnir og leikur tónlist. Heitt á könnunni, kruðerí og létt stemmning!
Hátíðarmessa fyrsta sunnudag í aðventu
Fyrsta sunnudag í aðventu er hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í Neskirkju. Drengjakór Reykjavíkur syngur, undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar, ásamt Kór Neskirkju. Stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. [...]
Messa og sunnudagaskóli 24. nóvember – Kirkjuáramót
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 24. nóvember sem er síðasti sunnudagur kirkjuársins - gamlársdagur kirkjurársins. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Söngur og sögur í sunnudagaskólanum sem er í umsjá Margrétar Hebu Atladóttur, Gunnars Th. Guðnasonar [...]
Konurnar í Biblíunni
Krossgötur þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju, fjallar um konur í Biblíunni. Fjallað verður sérstaklega um Evu, Rut og Söru. Söngur og kaffiveitingar að hætti húsins.
Messa 17. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskóla kórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu. Umsjón Katrín H. Ágústsdóttir, Ágúst Þór Þórsson og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.