Krossgötur 4. febrúar
Krossgötur þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Már Jónsson, sagnfræðingur, flytur erindi sem hann kallar Draumar séra Sæmundar Hólm 1794. Kaffiveitingar og söngur.
Messa og sunnudagaskóli 2. febrúar
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 2. febrúar. Við hefjum leikinn saman inni í kirkju en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Þar verður fjör að venju undir stjórn Katrínar, Árna og Ara, sem sér um undirleik. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn [...]
Prjónahópur Neskirkju – opið kvöld
Prjónahópur Neskirkju hittist jafnan síðasta mánudagskvöld í hverjum mánuði. Mánudaginn 27. janúar kl. 20 er fyrsta samveran á nýju ári. Þetta eru opnar samverur þar sem fólk kemur með handavinnuna sína og hittir annað áhugafólk um handavinnu, prjónar, heklar, saumar og spjallar. Kaffi og te á staðnum.
Halaveðrið mikla
Krossgötur kl. 13.00. Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur, fjallar um Halaveðrið mikla 1925. Söngur, samfélag og kaffiveitingar.
Messa sunnudaginn 26. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleðið í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.
Ég hef misst sjónar af þér
Núna stendur yfir sýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur Ég hef misst sjónar af þér í safnaðarheimili Neskirkju. Fimmtudaginn 23. janúar kl. 17. mun mun Anna Júlía segja frá verkum sínum í samtali við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur, sýningarstjóra og Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt sem situr í Sjónlistaráði Neskirkju.
Krossgötur
Krossgötur þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.00. Pétur Pétursson, prófessor, fjallar um séra Friðrik Friðriksson. Söngur og kaffiveitingar. Allir velkomnir. Dagskrá Krossgatnna vorið 2020 er hægt að nálgast hér!
Trú og íþróttir
Stofnun Sigurbjörns Einarssonar og Neskirkja efna til málþings um trú og íþróttir laugardaginn 25. janúar kl. 10. Frummælendur er Alfreð Örn Finnsson, Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir. Um samspil trúar og íþrótta, Kristrún Heimisdóttir, Trú, von og kappleikur og Skúli S. Ólafsson, Trúin í boltanum og trúin á [...]
Messa sunnudaginn 19. janúar
Messa og sunnudagskóli kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sögur, söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ari Agnarsson, Katrín Helga Ágústsdóttir og Gunnar Th. Guðnason. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Krossgötur á nýju ári
Krossgötur hefjast að nýju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13:00. Þá segir dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í Gamla testamentisfræðum frá ferð sinni til Ísrael. Kaffiveitingar og söngur. Fólk er hvatt til að fylgjast með veðurspánni. Dagskráin verður felld niður ef illa viðrar.