Hljómur – kór eldri borgara

//Hljómur – kór eldri borgara
Hljómur – kór eldri borgara 2017-04-26T12:23:05+00:00

Hljómur, kór eldri borgara, hefur hafið vetrarstarfemi sína við Neskirkju. Kórinn skipa menn og konur sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af söng bæði kirkjulegum og veraldlegum og sem vilja bæta söngtækni sína og raddbeitingu. Æfingar eru á mánudögum kl. 14:15 – 15:30 í safnaðarheimili Neskirkju. Kórinn syngur reglulega í messum við Neskirkju og stefnir á tónleika í lok vetrar. Allir áhugasamir eru velkomnirí þennan góða hóp og að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu. Það eina sem þarf er áhugi á söng. Kórstjóri er Steingrímur Þórhallsson. Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 896 8192 eða steini@neskirkja.is.