FORELDRAMORGNAR
2019-20

Foreldrum sem eru heima með ung börn er boðið til gæðastunda með öðrum foreldrum og börnum í safnaðarheimili Neskirkju á þriðjudagsmorgnum frá 10.30 – 12.00. 

Í safnaðarheimilinu er auðvelt aðgengi fyrir barnavagna, og auðvelt að fylgjast með vögnunum séu börnin sofandi. Inni er góð aðstaða fyrir börnin, kaffi á könnunni og léttar veitingar. Ekki er um formlega dagskrá að ræða heldur eru stundirnar opið hús, tækifæri fyrir foreldra ungra barna að hittast og spjalla meðan börnin sofa, brosa, eða leika sér. 

Umsjón með foreldramorgnum hefur Nína Agnarsdóttir.