Aldraðir

//Aldraðir
Aldraðir 2017-09-12T13:09:37+00:00

Krossgötur Neskirkju
Þriðjudag kl. 13.00

Góðir gestir heimsækja okkur og deila með okkur sögum og fróðleik úr ýmsum áttum.
Boðið er upp á kaffi og kruðerí.
Í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

5. september
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent og rithöfundur:
Sterkari í seinni hálfleik. Að efla það góða í tilverunni. Hvernig nýtum við tækifæri tilverunnar og eflum alltþað góða sem byggir okkur upp og styrkir?

12. september
Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu:
Heimur á krossgötum, hugleiðingar um alþjóðamálin. Hvað er að frétta úr henni veröld? Hinn kunni fréttaskýrandi viðrar sjónarmið og rýnir í tíðindi líðandi stundar.

19. september
Árni Bergmann, fyrrverandi ritstjóri og rithöfundur:
Listin að eldast. Hinn næmi hugsuður ræðir árstíðir mannsævinnar og hina fögru haustliti sem einkenna síðari hluta hennar.

26. september
Ferðalag: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands býður í síðdegiskaffi á Bessastöðum. Rúta frá kirkjunni.

3. október
Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona:
Bersögli og sannsögli. Í framhaldi af eftirminnilegri myndlistarsýningu á Torginu síðasta vetur ræðir Kristín hvernig listamaðurinn tjáir hugmyndir sínar um lífið í öllum sínum margbreytileika.

10. október
Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og Steingrímur Þórhallsson, organisti:
La Vita e Bella: Lífið er fagurt! Þessir snillingar skemmta okkur með tónum, söng og gamanmálum.

17. október
Svanhildur Konráðsdóttir, framkvæmdastjóri Hörpu:
Harpa á heimsmælikvarða. Harpan er afburða tónlistar- og ráðstefnuhöll og nýskipaður framkvæmdastjóri hennar kynnir framtíðarsýn hússins og stefnumál.

24. október
Albert Eiríksson, matarbloggari og herramaður:
Háttsemi og aðrar lystisemdir. Albert fjallar um mannasiði og matseld á lifandi og skemmtilegan hátt eins og honum einum er lagið.

31. október
Rúnar Reynisson:
95 kirkjuhurðir. Rúnar hefur tekið myndir af 95 kirkjuhurðum í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá því að Lúther festi upp mótmælaspjöld sín á kirkjuhurðina í Wittenberg. Hann leiðir okkur í gegnum sýninguna sem verður á Torginu.

7. nóvember
Sigurður Þór Baldvinsson, yfirskjalavörður í utanríkisráðuneytinu:
Pípuhattar og annað praktískt. Úr skjalakompum utanríkisþjónustunnar. Sigurður gefur okkur innsýn í sögur og fróðleik íslensku utanríkisþjónustunnar.

14. nóvember
Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í siðfræði:
Kristin trú og loftslagsbreytingar. Um synd og náungakærleik. Hver eru tengsl kristinnar trúar við þau málefni sem hæst ber í samtíma okkar? Loftslagsmálin og siðfræði náttúruverndar eru kristnum mönnum hugleikin.

21. nóvember
Kristinn R. Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi fréttaritari:
Minningar frá Madrid og nágrenni. Pistlar Kristins R. í útvarpinu vöktu jafnan mikla athygli. Hann er áhugamaður um íslenska tungu og býr að auðugum sagnasjóði um spænska menningu og mannlíf.

28. nóvember
Níels Árni Lund, ráðuneytisstjóri og rithöfundur:
Sléttutunga, byggð við ystu nöf. Níels Árni gaf út bók um þessar æskuslóðir sínar og fjallar um þær í erindi sínu.

5. desember
Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju:
Jólatónleika. Þátttakendur í starfi eldri borgara á Vesturgötu koma í heimsókn.

12. desember
Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari:
Áslaug fyltur tónlist að eigin vali. Ekki þarf að kynna fyrir fastagestum á Krossgötum, framlag hennar. Hún kemur alltaf með eitthvað fróðlegt og áheyrilegt og setur okkur inn í heim tónlistarinnar.